bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kraftleysi og kveikjuglamur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1090
Page 1 of 2

Author:  GHR [ Fri 21. Mar 2003 14:59 ]
Post subject:  Kraftleysi og kveikjuglamur

Bíllinn minn hefur verið frekar leiðinlegur undanfarið, hann er orðin mun kraftminni en fyrst og síðan kemur rosalegt kveikjuglamur þegar maður gefur í :x
Ég er ekki að segja að hann sé grútmáttlaus, alls ekki en jú miðað við hvernig hann var fyrst!!! Owner's manual er kominn í mælaborðið hjá mér sem bendir til að eitthvað sé ekki að virka rétt og síðan kemur stundum Check control þegar maður drepur á honum........
Og eyðslan er ekki nein, hann er kannski að eyða 15-18 lítrum venjulega og það er ekki eðlileg eyðsla miðað við mína keyslu :?

En það skrýtna er þetta glamur sem heyrist. Alltaf þegar maður gefur smá í þá heyrist svona glamur (eins og kveikjuglamur) nema þetta sé í AFM???

Var svona að spá í hvort hinn pressure regulatorinn sé að fara eða spíssar ???
Ætla með hann í tölvu fljótlega - þegar hann fór síðast í T.B þá var tölvan hjá þeim biluð þannig að þeir gátu ekki bilanagreint :evil:
Vitiði hvort svona tölva getur greint eitthvað ólag í kveikju eða AFM, eða spíssa og FPR

Mér dettur svona helst í sambandi við þetta glamur að þetta sé kveikjuglamur og að kveikjan (kveikjurnar) séu búnar að annað hvort flýta sér of mikið eða seinka. Geta þær gert það á svona nýlegum bílum ((maður veit að þetta er alltof algengt meðal chevy V8 vélar))


* Hver sagði svo að þessar vélar væri að standa sig vel :oops: - þetta er alltaf bilandi :roll: - eins og amerískir :lol:

Author:  Alpina [ Fri 21. Mar 2003 19:00 ]
Post subject: 

þegar þú færð O.M. upp á skjáinn þá á það að vera seinni lesningin
úr bilanagreiningunni þ.e.a.s. eitthvað er tölvan að segja á undan??
Kveikjuglamur er GJÖRSAMLEGA útilokað þar sem motronic ræður ríkjum. Spíssar útilokað líka.
Hér er ein kenning eða hugmynd ( því miður ekki frá mér) sem mér finnst
afbragðs góð . Hvarfakútarnir gætu verið stíflaðir þannig að vélin á erfitt að koma afgasinu frá sér og er kerfið alltaf að reyna að leiðrétta sig sjálft
eða finna bilunina,, þetta geturðu sannreynnt með því að taka O2
skynjarann(skynjarana) ,,, ´skrúfa hann úr pústgreininni og keyra smá
ALLS EKKI of lengi þá sjóðhitnar allt í húddinu (bara til að finna munin)
þetta loftgat er nóg til að finna það!!!!!!!!!!!!!!!
Svo er líka sá möguleiki að þetta sé mekaniskt t.d knastásar ofl. skemmtilegt>>>>>$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$

Ef þú vilt fleiri info. hringdu þá,,, nenni ekki að blaðra þetta í tölvunni

Góðar stundir

Sv:H 8682738

Author:  GHR [ Sat 22. Mar 2003 23:41 ]
Post subject: 

Jæja, þá komst ég allavega að kraftleysinu :D . Einn kveikjuþráður var alveg complett dottin af og var bara danglandi!!! Smellann er orðin léleg en þetta heldur örugglega núna. Mun skárri núna , hugsa að þetta ''glamur'' hafi bara verið neistarnir sem þráðurinn var að skjóta út í húddi :wink:

Gott að þetta var ekki alvarlegra en þetta, en samt kemur check control í mælaborðið þegar maður drepur á vélinni :? :?:

Plögga honum bara í tölvu fljótlega :P

Author:  GHR [ Tue 25. Mar 2003 11:48 ]
Post subject: 

Sveinbjörn : Ég héld að þín ágiskun um að hvarfakútarnir séu stíflaðir sé rétt!!!! Setti bílinn í gang eftir að hann hafði staðið úti í kuldanum og hann gekk bara á einum helmingi (gerir það oft í miklum kulda - eitthvað bilað) og ég var svona að hlusta og viti menn. Það byrjaði að ''poppa'' í pústinu, ég hef heyrt að það gæti verið vegna þess að kútarnir séu stíflaðir!!!
I'm I right or.......??? En síðan þegar ég drap á honum og startaði aftur og vélin orðin tiltölulega heit þá minnkaði þetta til muna, bara eins og misfire en samt til staðar......... Héld allavega að annar kúturinn sé stíflaður en ekki hinn.

Author:  flamatron [ Tue 25. Mar 2003 13:11 ]
Post subject: 

Þá bara fara og láta setja túpur í staðun fyrir hvarfana.!

Author:  GHR [ Tue 25. Mar 2003 14:32 ]
Post subject: 

flamatron wrote:
Þá bara fara og láta setja túpur í staðun fyrir hvarfana.!


Veit ekki það!!! Var að tala við eitthvern niðrí B&L og hann mældi engan veginn með því. Sagði að bíllinn gæti jafnvel versnað til muna með tilliti til krafts og lausagangi. Einnig væru skoðunarkallarnir alltaf að ''bögga'' mann og jafnvel í inspection hjá þeim :?

Author:  Haffi [ Tue 25. Mar 2003 14:51 ]
Post subject: 

BMW 750 .. ertu svona gettóstrumpur sem chillar alltaf með litlu gettóstrumpa húfu vinum sínum í bílnum ?? :) ég sá einn svartan 750 alveg eins og þinn. Og það var eitthvað húfugengi í bílnum :D

Author:  íbbi [ Tue 25. Mar 2003 14:53 ]
Post subject: 

þú færð engan frið drengur :? já.. þetta minnir mig alveg ógurlega á þegar maður var rúntandi á einhevrju með ammrískri v8 það var alltaf eitthvað!

þessi vél. var hún ekki sett ofan í af tb? er þetta vélin úr þessum bíl? þetta getur varla verið eðlilegt.. eða eru 750 draugasögurnar Alveg sannar?

Author:  Svezel [ Tue 25. Mar 2003 15:15 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
BMW 750 .. ertu svona gettóstrumpur sem chillar alltaf með litlu gettóstrumpa húfu vinum sínum í bílnum ?? :) ég sá einn svartan 750 alveg eins og þinn. Og það var eitthvað húfugengi í bílnum :D


:lol: Snilld

Author:  bjahja [ Tue 25. Mar 2003 20:13 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
BMW 750 .. ertu svona gettóstrumpur sem chillar alltaf með litlu gettóstrumpa húfu vinum sínum í bílnum ?? :) ég sá einn svartan 750 alveg eins og þinn. Og það var eitthvað húfugengi í bílnum :D


Hafiði séð gula lexusinn með bílnúmerið EMINEM, það er sko alvöru gettóstrumpur, tveir strákasr sem sáu varla yfir mælaborðið, báðir með húfu :D

Author:  Haffi [ Tue 25. Mar 2003 20:22 ]
Post subject: 

bbbwhahahaha LOL einkanr. Eminem :) svona húfu lýður

Author:  GHR [ Tue 25. Mar 2003 22:14 ]
Post subject: 

óneiiiiiiii, ég er sko ekki gettóstrumpur!!!!!! Má ekki vera með húfu í 2 mínútur án þess að rífa allt hárið af mér út af kláða :lol: Síðan er ég líka ekki wannabe nigger.
Fyrst við erum að tala um svonalagað, þá sá ég gulan Lexus með svaka strumpum. Bara fyndið :lol:

Author:  GHR [ Tue 25. Mar 2003 22:20 ]
Post subject: 

íbbi wrote:
þú færð engan frið drengur :? já.. þetta minnir mig alveg ógurlega á þegar maður var rúntandi á einhevrju með ammrískri v8 það var alltaf eitthvað!

þessi vél. var hún ekki sett ofan í af tb? er þetta vélin úr þessum bíl? þetta getur varla verið eðlilegt.. eða eru 750 draugasögurnar Alveg sannar?



Neibbb, enginn friður!!! Annars er ég líka með svokallaða fullkomnunaráráttu svo þegar ég segi eitthvað þá er það bara smáatriði eða ekkert að marka mig :wink: Til dæmis þegar tjakkurinn beyglaði bílinn minn, þá héldu allir að hurðin væri bara ÓNÝT, en hlóu þegar þeir sáu hana ---- Bara smá örlítið pínkupons beygla :P
Nei, vélin var víst ekki sett ofaní af T.B. Þeir tengdu hana bara að sögn T.B og Daníels.
Veit svo sem ekki hvort þessar 750 draugasögur séu sannar, ég hef allavega bara heyrt góðar fregnir af öðrum 750 bílum. Minn er bara að vinna sig upp hægt og rólega :wink:

Öllum sem setjast inn í bílinn hjá mér finnst hann virka svakafínt og ekkert óeðlilegt vera í gangi svo kannski er þetta mestmegnis ímyndun mín :roll:

Author:  íbbi [ Tue 25. Mar 2003 22:42 ]
Post subject: 

ég kannast við þetta.. er akkurat sona sjálfur.. stundum þegar ég er að keyra sérstaklega eftir að ég fékk maximuna þá slekk ég á útvarpinu og hlusta.. bara sona til að tjekka..

maður heyrir alltaf það sem aðrir heyra ekki.. og maður er alveg friðlaus þangað til það er komið í lag.... tala nú ekki um þegar maður kom bílnum sjálfur á götuna.

ég lenti í svipuðu atviki. var á camaronum mínum skaust inní banka og þegar ég kom út þá bara fór hann ekki í gang.. og maður náttla bara... ohhh.. hvað nú.. síðan tjakkaði ég bílin upp og þegar ég var búinn að tjakka hann dáldið hátt, þá brotnaði tjakkurinn og bíllin datt niður og frambrettið lenti ofan á búkkanum sem ég ætlaði að fara setja undir, og búkkin gaf náttla ekkert eftir þannig að brettið lyftist bara upp.. og ekki fræðilegur að ná búkkanum undan.. þannig að maður var fastur á bílastæði fyrir utan íslandsbanka bíllin liggjandi í götuni frambrettið í klessu enginn tjakkur nema sá sem var undir bílnum og eflaust búinn að skemma eitthvað... og já.. náttla bíllaus líka.. urrg.. ég hata svona!

ef þið hafið gaman af sona sögum þá get ég eflaust skrifað sona 250 blaðsíður :shock:

kv, ívar óheppni

Author:  bjahja [ Tue 25. Mar 2003 22:49 ]
Post subject: 

BMW 750IA wrote:
óneiiiiiiii, ég er sko ekki gettóstrumpur!!!!!! Má ekki vera með húfu í 2 mínútur án þess að rífa allt hárið af mér út af kláða :lol: Síðan er ég líka ekki wannabe nigger.
Fyrst við erum að tala um svonalagað, þá sá ég gulan Lexus með svaka strumpum. Bara fyndið :lol:


Ég var að segja frá lexusnum 2 póstum ofar :D

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/