bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hljómtækjapælingar. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=10890 |
Page 1 of 2 |
Author: | Þórir [ Wed 22. Jun 2005 15:02 ] |
Post subject: | Hljómtækjapælingar. |
Nú hef ég spurningu til spekinganna: Þannig er mál með vexti að E-39 bíllinn minn er ekki útbúinn Geislaspilara og ætla ég að brúa mín tónlistarvandamál með mp3 spilara, líklegast iPod mini. Spurning mín er því þessi: Hver er reynsla manna af þessum FM sendum sem verið er að nota, eru þeir mismunandi eftir tegundum þegar kemur að gæðum? Er nokkuð auka input á standard-græjunum í E-39 bílnum? Ég er mikið að spá í að fá mér FM sendi með innbygðu hleðslutæki til að notast við enda sýnist mér það vera penasta lausnin, hægt að færa auðveldlega til, engar snúrur að ráði o.s.frv. Hvað sýnist mönnum um þetta setup? Kveðja Þórir I. |
Author: | hjortur [ Wed 22. Jun 2005 16:16 ] |
Post subject: | |
Æji FM er voðalega ![]() Ég myndi reyna að komast inná græjurnar ef það er hægt. |
Author: | Eggert [ Wed 22. Jun 2005 16:18 ] |
Post subject: | |
Það verður áhugavert að vita hvaða lausnir menn eiga eftir að koma með hérna, ég er einmitt í sömu vandamálum með minn E39. Fjandinn hirði kassettutækið! |
Author: | hjortur [ Wed 22. Jun 2005 16:20 ] |
Post subject: | |
dension icelink er það sem ég myndi nota ef ég væri með headunit sem það passaði við. Tala nú ekki um ef ég ætti ipod ... |
Author: | Svezel [ Wed 22. Jun 2005 16:28 ] |
Post subject: | |
þú getur skoðað þetta http://www.openbmw.org/bus/ http://autos.groups.yahoo.com/group/HackTheIBus/ |
Author: | Höfuðpaurinn [ Wed 22. Jun 2005 16:39 ] |
Post subject: | |
það er að sjálfsögðu bestu gæðin með beinni tengingu við bíltækið, en af eigin raun þá ætla ég ekki að kvarta undan svona fm-sendum.. ég á iPod mini og iTrip mini, og það þrælvirkar, rosalega gott signal og aldrei skruðningar, einnig höfum við vinirnir verið með venjulegan iPod og nokkrar týpur af aftermarket fm-sendum, og sá sem mér finnst sniðugastur af þeim, er þeim hæfileikum búinn að hafa digital-stillingar á tíðnisviði og getur hlaðið iPodinn. (pluggast í sígarettukveikjarann) |
Author: | arnib [ Wed 22. Jun 2005 17:11 ] |
Post subject: | |
![]() HAHAHAH!!! |
Author: | poco [ Fri 24. Jun 2005 08:45 ] |
Post subject: | |
Þar sem að við vinnum í 5m radíus, búum í 25m radíus frá hvor öðrum og tala nú ekki um að við eigum nákvæmlega eins bíla, af hverju byður þú mig ekki um að fá ipodinn minn lánaðan og prufar hann sjálfur?????? ![]() |
Author: | basten [ Sat 25. Jun 2005 12:32 ] |
Post subject: | |
Ég er einmitt í sömu vandræðum. Bíllinn sem ég er að fá er ekki með cd og ég á iPod með iTrip, en mér finnst það aldrei virka almennilega. Ég var að velta þessu fyrir mér með ice-link, er þetta selt á Íslandi eða þarf ég að panta þetta að utan. Og er eitthvað verkstæði hérna sem getur séð um að setja þetta í bílinn? |
Author: | Lindemann [ Sat 25. Jun 2005 13:47 ] |
Post subject: | |
ódýr þokkalegur geislaspilari kostar líklega bara svipað eða minna en ipod, svo ég mæli bara með svoleiðis ![]() minn kostaði 15þús fyrir nokkrum mánuðum í fríhöfninni, þetta er aiwa sppilari 4x52w sem spilar mp3 og er með aux in að framan.. Þetta er kannski ekkert svakalega góður spilari, en dugar fínt og stoppar ekki í hverri holu eins og sumir ódýrir spilarar eiga það til að gera ![]() |
Author: | basten [ Sat 25. Jun 2005 15:44 ] |
Post subject: | |
Mér finnst samt bara snilld ef maður getur tengt iPod í bílinn! Ég á 60GB iPod sem inniheldur allt lagasafnið mitt og ekki verra að geta tekið það allt með í ferðalagið, í staðinn fyrir að vera með risastórar geisladiskamöppur ![]() |
Author: | HP-e39 [ Sat 25. Jun 2005 16:10 ] |
Post subject: | |
Er að landa í sama veseni með minn E39 bíl, ekki hægt að tengja magasín beint í tækið því þetta er ekki "buisness". Nýtt "buisness" spilari eða kasetta kostar 100þús+ held ég. Frekar pirrandi. Ætli þetta endi ekki í svona FM sendi eða svona iPod dæmi ef það virkar heh ![]() Lindemann wrote: ódýr þokkalegur geislaspilari kostar líklega bara svipað eða minna en ipod, svo ég mæli bara með svoleiðis
![]() minn kostaði 15þús fyrir nokkrum mánuðum í fríhöfninni, þetta er aiwa sppilari 4x52w sem spilar mp3 og er með aux in að framan.. Þetta er kannski ekkert svakalega góður spilari, en dugar fínt og stoppar ekki í hverri holu eins og sumir ódýrir spilarar eiga það til að gera ![]() Vill ekki skemma lookið inní bílnum með því að setja einhvern ramma þarna í staðinn, hef heyrt að það komi ekki vel út. Annars hef ég ekki séð það persónulega, málið er að maður vill halda svona original looki, allavega ég ![]() |
Author: | Þórir [ Sat 25. Jun 2005 20:53 ] |
Post subject: | |
Lindemann wrote: ódýr þokkalegur geislaspilari kostar líklega bara svipað eða minna en ipod, svo ég mæli bara með svoleiðis
![]() minn kostaði 15þús fyrir nokkrum mánuðum í fríhöfninni, þetta er aiwa sppilari 4x52w sem spilar mp3 og er með aux in að framan.. Þetta er kannski ekkert svakalega góður spilari, en dugar fínt og stoppar ekki í hverri holu eins og sumir ódýrir spilarar eiga það til að gera ![]() Takk fyrir ábendinguna en málið er að í E-39 er innbyggt BMW útvarp sem flestir vilja halda í, innréttingin er fallegri o.s.frv. Annars fékk ég ipod mini + itrip lánað fyrir helgina og ég er bara nokkuð sáttur við útkomuna enda sýnist mér þetta bara vera ívið betra en útvarpsgæði. Veit að sumir eru ekki ánægðir með þetta enda eru sumir ef til vill að sækjast eftir betri hljómgæðum en ég geri að jafnaði. Svo er líka spurning hvort að bílar séu einfaldlega mismunandi. Annars sýnist mér að það sé viturlegast að ná sér í svona FM sendi + hleðslutæki, enda virðist ipod-inn nota soldið af rafmagni þegar FM sendirinn er tengdur. Kveðja. Þórir I. |
Author: | arnib [ Sun 26. Jun 2005 02:19 ] |
Post subject: | |
Staðsetning iPodsins (og iTripsins) skiptir ofboðslega miklu máli. Kannski varstu bara með svona hentugan stað. Maður heyrir einfaldlega muninn með því að halda á iPodinum og færa hann til og frá geislaspilaranum (eða loftnetinu..) ! Og ditto á þetta með rafmagnseyðsluna, ég held að iPod mini með iTrip fari niður í einhverja 5-6 tíma endingu ef þetta er alltaf í notkun! |
Author: | poco [ Thu 30. Jun 2005 09:17 ] |
Post subject: | |
Ég hef notað Ipod+Itrip-ið í nokkrum bílum og það er ekki sama hver er. Óaðfinnanlegur hljómur í bimmanum mínum (E39), en hef prufað hann m.a í nýjum Skoda og það reyndist ekki vel. Þetta hefur væntanlega e-ð að gera með gæði loftnets, útvarps eða e-ð þess háttar. En það virðist engu skipta hvort ég haldi á honum, hef hann í stokknum eða læt hann bara liggja í farþegasætinu, alltaf flott sound (en ég hef reyndar ekki prufað aftursætið, enda engin tilgangur með því, ÉG keyri bílinn minn og ÉG stjórna tónlistinni ![]() En fyrir HP-e39 þá ER hægt að tengja magasín beint í tækið (reyndar er það tengt inná útvarpsrás). Ég er ekki heldur með Buisness græju í mínum en ég keypti Aiwa 6xmag hjá Nesradíó, sem þeir tengdu fyrir mig (og kostaði ekki hönd og fót, 40k fyrir um 2 árum). Virkar fínt fyrir mig (en tek það fram að ég er ekki e-r BÚMMBÚMM Scooter fan ![]() En í dag myndi ég ráðleggja fólki frekar að fara the Ipod-way ef það nær góðum hljómi og á hleðslutæki í bílinn. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |