bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 19:18

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
 Post subject: Tæknileg spurning
PostPosted: Tue 14. Jun 2005 13:34 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 03. Oct 2004 18:59
Posts: 68
Location: Garðabær
Hér er ég með mjög tæknilega spurningu eða þannig :)
Er hægt að setja 18" felgur sem eru um 8" breiðar undir E34 án þess að stífa fjöðrun og fara út í einhverjar hundakúnstir ? Væntanlega með 40 prófíl á dekkjum þá.

Danke


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Tæknileg spurning
PostPosted: Tue 14. Jun 2005 13:54 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Kalli wrote:
Hér er ég með mjög tæknilega spurningu eða þannig :)
Er hægt að setja 18" felgur sem eru um 8" breiðar undir E34 án þess að stífa fjöðrun og fara út í einhverjar hundakúnstir ? Væntanlega með 40 prófíl á dekkjum þá.

Danke


Án þess að þekkja E34 sérstaklega vel, þá geri ég ráð fyrir að þetta sé hægt.
Aftur á móti mun bíllinn að öllum líkindum verða kjánalega hár, þrátt fyrir dekkjaprófílinn,
því að þegar maður er kominn með svona stóra felgu vill maður oftast að bilið uppí brettin
verði minna en orginal.

Aftur varðandi prófíl (40) á dekkjum, þá segir hann einn og sér ekki mikið þar sem
að prófíll á dekki er hlutfall hæðar dekksins á móti breidd.
Dekk sem er 255 að breidd og með 40 prófíl er því "hærra" heldur en
dekk sem er 235 að breidd og með sama prófíl.

Ef þú kemst í að fá að máta felgurnar undir er það auðvitað alltaf lang skynsamlegasta lausnin
þar sem að engir tveir bílar (fjöðrunarkerfi) eru eins :D

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Jun 2005 15:33 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Ég er með 245 40 R18 og það kemur bara mjög vel út finnst mér!

255 45 komst ekki undir en 245 40 á að komast á 8" felgu held ég. Þú getur látið mæla þetta á betri hjólbarðaverkstæðum. Þ.e.a.s hvort eða hversu mikill hæðarmunur sé á t.d. 205 60 15 og 245 40 18 eða hvað sem þú ert að spá, þá veistu fyrirfram hvort það verði einhver hækkun á bílnum.

Svo ef hann er farinn að hækka meira en svona 30mm þá er þetta alltaf orðin spurning bæði um hvort það komi vel út og hvort það komist undir því það er bara ákveðið "margin" sem maður hefur.

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Jun 2005 16:46 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
245/40-18 var einmitt original stærð á síðustu E34 M5. Þeir voru á 18x8 felgum að framan og 18x9 að aftan ef ég man rétt!

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Jun 2005 16:49 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 03. Oct 2004 18:59
Posts: 68
Location: Garðabær
Þakka svörin.

Hafði einmitt mestar áhyggjur að þetta væri orðið kjánalegt en er ekki viss lengur. Bjartsýnn bara haha..

Schulii
Hvernig felgur eru undir þínum bíl og áttu mynd af bílnum eða get ég séð þessar felgur einhverstaðar?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Jun 2005 17:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Schulii wrote:
Ég er með 245 40 R18 og það kemur bara mjög vel út finnst mér!

255 45 komst ekki undir en 245 40 á að komast á 8" felgu held ég. Þú getur látið mæla þetta á betri hjólbarðaverkstæðum. Þ.e.a.s hvort eða hversu mikill hæðarmunur sé á t.d. 205 60 15 og 245 40 18 eða hvað sem þú ert að spá, þá veistu fyrirfram hvort það verði einhver hækkun á bílnum.

Svo ef hann er farinn að hækka meira en svona 30mm þá er þetta alltaf orðin spurning bæði um hvort það komi vel út og hvort það komist undir því það er bara ákveðið "margin" sem maður hefur.


það bara hægt að reikna þetta út sjálfur :idea:

hæð á 205/60R15 er t.d. (2*205*.6)+(15*24,5)=613,5mm
svo er æskilegt að hæðin á 18" sé sú sama, það passar a.m.k.alltaf þannig þegar maður reiknar dekkjaval frá BMW.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Jun 2005 20:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Þegar þeir hjá bresku bílablöðunum eru spurðir út í þessi mál þá vilja þeir nú meina að ef það eru settar stærri en 17" undir E34 þá styttist líftími fjöðrunarkerfisins verulega.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 15. Jun 2005 12:21 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 03. Oct 2004 18:59
Posts: 68
Location: Garðabær
Þakka svörin, er farin í frí í 2 vikur og kemst líklega ekki á netið.
Eigið góðan júní strákar :)

Kveðja
Kalli


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 15. Jun 2005 20:02 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Bjarkih wrote:
Þegar þeir hjá bresku bílablöðunum eru spurðir út í þessi mál þá vilja þeir nú meina að ef það eru settar stærri en 17" undir E34 þá styttist líftími fjöðrunarkerfisins verulega.


Athyglisvert. Hef ekki heyrt þetta. Vona að þetta verði í lagi hjá mér. Er með allt nýtt að framan, dempara og gorma og er að fara að skipta að aftan við tækifæri.

Er málið að þetta eykur álagið svona mikið á fjöðrunarkerfið??

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 15. Jun 2005 20:06 
það er líka hægt að nota reikniskjalið sem ég bjó til til þessa að finna
út rétta dekkjastærð ef það er verið að fá sér stærri eða minni felgur


Top
  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 12 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group