Kalli wrote:
Hér er ég með mjög tæknilega spurningu eða þannig
Er hægt að setja 18" felgur sem eru um 8" breiðar undir E34 án þess að stífa fjöðrun og fara út í einhverjar hundakúnstir ? Væntanlega með 40 prófíl á dekkjum þá.
Danke
Án þess að þekkja E34 sérstaklega vel, þá geri ég ráð fyrir að þetta sé hægt.
Aftur á móti mun bíllinn að öllum líkindum verða kjánalega hár, þrátt fyrir dekkjaprófílinn,
því að þegar maður er kominn með svona stóra felgu vill maður oftast að bilið uppí brettin
verði minna en orginal.
Aftur varðandi prófíl (40) á dekkjum, þá segir hann einn og sér ekki mikið þar sem
að prófíll á dekki er hlutfall hæðar dekksins á móti breidd.
Dekk sem er 255 að breidd og með 40 prófíl er því "hærra" heldur en
dekk sem er 235 að breidd og með sama prófíl.
Ef þú kemst í að fá að máta felgurnar undir er það auðvitað alltaf lang skynsamlegasta lausnin
þar sem að engir tveir bílar (fjöðrunarkerfi) eru eins
