bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

CAI útfærslu hugmyndir?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=10715
Page 1 of 2

Author:  bebecar [ Wed 01. Jun 2005 21:17 ]
Post subject:  CAI útfærslu hugmyndir?

Menn hafa verið að vesenast með hvernig þeir ná sér í kalt loft, allavega á E30 bílunum. Hafa menn gengið svo langt að taka annað háa ljósið úr og setja stokkinn þar...

Hérna eru hinsvegar tvær útfærslur (bara hugmyndir) sem eru athyglisverðar... hvað finnst ykkur?

Image
Image

Author:  gstuning [ Wed 01. Jun 2005 22:03 ]
Post subject: 

í fyrsta lagi þarf að vera svo heitt í húddinu hjá þér að original loftboxið heldur ekki hitanum úti, og það er CAI original, það er alveg lokuð leið að ljósunum og þaðann er eins ferskt loft og það getur verið,

Ef það er cone sía í húddinu þá þarf bara að smíða utan um hana og loka heitt loft frá og opna fram í ljósin eða álíka

enginn þurfi fyrir svona nema með túrbó eða eitthvað í þeim dúr

Author:  oskard [ Wed 01. Jun 2005 22:59 ]
Post subject: 

já.. fáðu þér svona renault twingo ristar og haltu rafgeyminum köldum : :lol:

Author:  ///Matti [ Thu 02. Jun 2005 00:17 ]
Post subject: 

Mér finnst nú ristarnar á efri myndinni alltílagi :oops:

Author:  IvanAnders [ Thu 02. Jun 2005 04:51 ]
Post subject: 

Hugsaði akkurat það sama og óskar.... renault twingo-ristar, hvaða fífl setur þetta á BMW? :roll:

Author:  bebecar [ Thu 02. Jun 2005 08:00 ]
Post subject: 

IvanAnders wrote:
Hugsaði akkurat það sama og óskar.... renault twingo-ristar, hvaða fífl setur þetta á BMW? :roll:


Í mínum huga eru þetta nú bara "ristar" ekkert of heilagar til að mega ekki nota þær í neitt annað (já staðsetningin fyrir ofan rafgeyminn er nú ekki það sem ég var að fiska eftir, aðeins útfærslu hugmynd á ristum eins og ég tók fram í byrjun þráðarins)

Þannig að menn hafa aðallega verið að standa í þessu ef það er cone sía - til hvers eru menn þá að fjarlægja háaljósið bílstjóramegin ef þetta er original?

Author:  oskard [ Thu 02. Jun 2005 10:59 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
IvanAnders wrote:
Hugsaði akkurat það sama og óskar.... renault twingo-ristar, hvaða fífl setur þetta á BMW? :roll:


Í mínum huga eru þetta nú bara "ristar" ekkert of heilagar til að mega ekki nota þær í neitt annað (já staðsetningin fyrir ofan rafgeyminn er nú ekki það sem ég var að fiska eftir, aðeins útfærslu hugmynd á ristum eins og ég tók fram í byrjun þráðarins)

Þannig að menn hafa aðallega verið að standa í þessu ef það er cone sía - til hvers eru menn þá að fjarlægja háaljósið bílstjóramegin ef þetta er original?


það eru yfirleitt turbo gaurar sem gera það og troða risa stórri togarasíu þar á bakvið :)

Author:  fart [ Thu 02. Jun 2005 11:11 ]
Post subject: 

Ein novice spurning. Er CAI ekki alveg tilgangslaust fyrir okkur íslendinga. Loftið sem orginal airboxið er að taka inn er aldrei heitara en 20°c max og þess vegna hitnar loftboxið aldrei meira en cone sía sem er ofaní húddinu.

Annað gildir um gaura sem eru að keyra í 30-50 stiga hita.

Er ekki mun sniðugra að taka bara síu sem leyfir meira flow og setja hana í boxið?

Author:  gstuning [ Thu 02. Jun 2005 12:11 ]
Post subject: 

fart wrote:
Ein novice spurning. Er CAI ekki alveg tilgangslaust fyrir okkur íslendinga. Loftið sem orginal airboxið er að taka inn er aldrei heitara en 20°c max og þess vegna hitnar loftboxið aldrei meira en cone sía sem er ofaní húddinu.

Annað gildir um gaura sem eru að keyra í 30-50 stiga hita.

Er ekki mun sniðugra að taka bara síu sem leyfir meira flow og setja hana í boxið?


CAI virkar ekki nema þú sért að sjúga inn heitt loft fyrir,
t,d þegar ég var með 'K&N síu þá var hún beint fyrir aftann eina hliðina á vatnskassanum, þar blés á síunna heitt loft einungis, þegar ég setti original þá hefði ég verið að fá loft fyrir framann vatnskassa beint frá grilinu, það hefði virkað betur enn hitt,

hvort sem þú ert með turbo eða SC eða ekkert þá er best að sjúga inn loft sem er jafn heitt og það fyrir utan.

Author:  oskard [ Thu 02. Jun 2005 16:59 ]
Post subject: 

BMW koma original með CAI :)

Author:  Svezel [ Thu 02. Jun 2005 19:36 ]
Post subject: 

ég las einu sinni helvíti gott svar hjá einum tjúnara þegar hann var spurður út í cai með svepp á n/a vél: hann líkti þessu við það þegar maður setti spil á reiðhjólagjörðina sem krakki til að fá svona "vélarhljóð", gerði ekkert/lítið gagn en hljóðin væri töff :lol:

Author:  fart [ Thu 02. Jun 2005 21:54 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
ég las einu sinni helvíti gott svar hjá einum tjúnara þegar hann var spurður út í cai með svepp á n/a vél: hann líkti þessu við það þegar maður setti spil á reiðhjólagjörðina sem krakki til að fá svona "vélarhljóð", gerði ekkert/lítið gagn en hljóðin væri töff :lol:


Hey! ertu að meina að spilin á hjólinu hafi ekki gefið kraft???? :shock:

Ætlaru næst að segja mér að það séu ekki til alvöru jólasveinar sem koma úr fjöllunum á jólunum og setja í skóinn???

Author:  gstuning [ Thu 02. Jun 2005 22:36 ]
Post subject: 

Það er gott að þetta skuli koma svona fram,

ef allir fara og skoða í húddið hjá sér þá sjá þeir að ´BMW gerði CAI original, ef þar er ekki til staðar þá vantar eitthvað í húddið hjá þér.

Það er ekki fyrr en menn eru búinir að breyta að þeir þurfa sjálfir að búa til CAI, og þar verða oft mistökin, ég veit því ég gerði þau sjálfur,

Author:  bebecar [ Fri 03. Jun 2005 07:54 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Það er gott að þetta skuli koma svona fram,

ef allir fara og skoða í húddið hjá sér þá sjá þeir að ´BMW gerði CAI original, ef þar er ekki til staðar þá vantar eitthvað í húddið hjá þér.

Það er ekki fyrr en menn eru búinir að breyta að þeir þurfa sjálfir að búa til CAI, og þar verða oft mistökin, ég veit því ég gerði þau sjálfur,


Ok.... þetta er óðum að skýrast.

En samt skil ég ekki þetta t.d..... til hvers er þetta þá? Bara fyrir "spilasándið" - get sosem skilið það enda er ég afskaplega hrifinn af vel "sándandi" vélum.
Image

Allavega... hverjir ykkar hafa sett svepp eða álíka í bílinn sinn - og afhverju voruð þið þá að því?

Author:  gstuning [ Fri 03. Jun 2005 08:50 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
gstuning wrote:
Það er gott að þetta skuli koma svona fram,

ef allir fara og skoða í húddið hjá sér þá sjá þeir að ´BMW gerði CAI original, ef þar er ekki til staðar þá vantar eitthvað í húddið hjá þér.

Það er ekki fyrr en menn eru búinir að breyta að þeir þurfa sjálfir að búa til CAI, og þar verða oft mistökin, ég veit því ég gerði þau sjálfur,


Ok.... þetta er óðum að skýrast.

En samt skil ég ekki þetta t.d..... til hvers er þetta þá? Bara fyrir "spilasándið" - get sosem skilið það enda er ég afskaplega hrifinn af vel "sándandi" vélum.
Image

Allavega... hverjir ykkar hafa sett svepp eða álíka í bílinn sinn - og afhverju voruð þið þá að því?


þarna sérðu hvernig er búið utan um síuna til að hindra heitt loft að komast að henni, þetta virkar en ekki....

Image

Þetta

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/