bebecar wrote:
Ég ætla að setja LSD í bimmann fyrir háveturinn - ég hef aðeins verið að skoða þetta, prísarnir eru um 25 þús isk fyrir utan sendingu.
EN - málið er að ég veit ekkert um þetta og veit ekkert hvað ég á að taka, það virðast vera allavega hlutföll í gangi t.d. 3.25, 3.73, 3.91 og 4.10...
Ég myndi helst vilja hafa eitthvað sem gæfi mér bensínsparnað á langkeyrslu (lægri vélarsnúning) - hef ekki svo miklar áhyggjur af hröðuninni - ef það er hægt.
Að hverju ætti ég þá að vera að leita að? Og passa þau öll á milli - eða þarf fleiri breytingar með - þetta er úr bílum eins og 318is, M3 og 325...
Þau passa öll á milli.
3.73 er orginal hjá þér,
lægri tala gefur þér "lengri" gíra -> lægri snúninga fyrir sama hraða => fuel economy
Hærri tala gefur þér styttri gíra -> bíllinn mun vera sneggri upp gírana, og þér líður eins og hann fari hraðar. (umdeilt hvort hann geri það

).
Haltu þig bara innan skynsamlegra marka, ég er með 3.91 í mínum og það er bara stuð.
Í þínu tilfelli myndi ég halda mig við stock, mögulega örlítið hærra drif (lægri tölu), en ekki skoða neitt undir 3.46:1.
Og ef þú getur valið þá tekuru frekar "stóra drifið" (325i, 323i og M3) heldur en litla,
þó svo að litla þoli nú samt ansi mikinn skarkala (eins og ég sanna daglega á mínum).