bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

GST spekúleringar fyrir E21
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1057
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Wed 19. Mar 2003 09:16 ]
Post subject:  GST spekúleringar fyrir E21

Ég var að spá og spekúlera....

Ef fjárhagur leyfir í sumar eða næsta haust þá langar mig mikið til að gera eitthvað fyrir E21 bílinn.

Það þarf á einhverjum tímapunkti að skipta um rockerarmana og hugsanlegt gæti verið að skipta um ás í leiðinni og setja kannski 268 gráður í staðinn fyrir 260 gráður eða enn heitari. Þarf ekki að gera eitthvað fleira en að skipta bara um ásinn?

Veit einhver hvað slíkt myndi kosta? Eða hvort það væri ekki skynsamlegast að gera þetta um leið og skipt er um rockerarmana...

Einnig hefði ég áhuga á að fá sportsæti, recaro t.d. eða körfustóla að framan. Vita menn hvað svona sæti eru að kosta? Ég hef séð þetta á ýmsum verðum í gegnum tíðina þannig að það er kannski ekki marktækt.

Svo er náttúrulega mál að setja stillanlega Koni að framan - eru einhverjar ráðleggingar með það?

Bestu kveðjur,
Ingvar

Author:  gstuning [ Wed 19. Mar 2003 17:41 ]
Post subject: 

Ég setti Koni sport að framan hjá mér á 6tímum alleinn,
þannig að það er ekkert svo mál,


með ásinn, það er mælt með að kaupa cam follower(rocker arma) kit með, heildin í M20 vél kostar 93þús hingað komið en gæti breyst eftir gengi(ás og rockerar) þetta væri þá Pipercams dót,
original ás í B&L kostar 75þús,
Það væri snilld að færa 323i vélina yfir í Motronic 1.0 eins og er á 325i, með 325i intake manifold, og púst greinar, ég á allt þetta motronic wiring dót af blæju vélinni, og pústið og svona,

Author:  DXERON [ Thu 20. Mar 2003 02:04 ]
Post subject:  e21 pælingar

recaro stólar eru oft að koma upp í ebay frá 200 til 400 dollara eftir hvað góðu ásigkomulagi...
mæli með að þú skráir þig á e21 digest eins og ég hef verið síðan '96 held ég....

Author:  bebecar [ Thu 20. Mar 2003 08:59 ]
Post subject: 

Ok, dempararnir eru nú sosem ekkert stórmál...

93 þús er semsagt með ásnum og rockerörmum og svo vinna í viðbót.... (það verður líklega ekki í sumar þá :lol: )

En að breyt vélinni yfir í motronic, hverju myndi það skila? Ég er náttúrulega í stock police sko..... :lol:

Author:  gstuning [ Thu 20. Mar 2003 18:36 ]
Post subject: 

Það myndi skila betri krafti, betri eyðslu, betri lausagang, betri tog kúrvu,
og öllu sem hægt er að bæta :)

það er náttúrulega ekki svo mikið dýrrarra að setja bara 325i vél í með öllu klappinu, en 323i vélin hefur spes karakter sem er öðruvísi í 325i vélinni, meira svona race fílingur í 323i, það er allaveganna mitt,
325i með ás er náttúrulega frekar mikill fíllingur,

Author:  bebecar [ Fri 21. Mar 2003 14:32 ]
Post subject: 

Það virðast semsagt ekki vera neinir gallar....
Freystandi þegar eitthvað þarf að gera.

Author:  íbbi [ Tue 25. Mar 2003 17:17 ]
Post subject: 

var ekki búið að fara alveg í mótorinn?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/