bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Orginal BMW magnari
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1050
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Tue 18. Mar 2003 21:16 ]
Post subject:  Orginal BMW magnari

Í bílnum mínum er eitthvað BMW 10 hátalara kerfi. Samanstendur af 10 hátulurum tweeterum, midrange og venjulegum 6 framí og 4 afturí. Svo aftur í skotti er magnari með innbyggðum crossoverum, framleiddur af Blaupunkt fyrir BMW. Mjög cool en allir hátalarnir í vinstri fram hjá mér virka ekki. Ég er búinn að mæla útgangana á útvarpinu og þeir virka vel og hátalarnir leiða í gegnum sig og ekki út í boddíið. Ég er búinn að skipta um IC-kubbinn sem magnar hljóðið upp inni í magnaranum en án árangurs, hann hitnaði en ekki hinir þrír. Það borgar sig ekki að fara með þetta í viðgerð.
Fann svona magnara á ebay og bauð í hann og hann er á leiðinni til landsins.
En áður en ég set hann í var ég að spá af hverju hinn eyðilagðist og hvort þessi muni bara ekki líka eyðileggjast. Endilega látið ljós ykkar skína í græjumálum. Hvað þarf ég að tékka áður en ég tengi þann nýja?

Author:  saevar [ Wed 19. Mar 2003 11:58 ]
Post subject: 

Ég þarf einmitt að fara vesenast eitthvað í þessum græjumálum hjá mér. Geturru nokkuð sagt mér hvar er magnarinn í skottinu?

Author:  Kull [ Wed 19. Mar 2003 12:56 ]
Post subject: 

Hjá mér er hann bílstjóramegin í skottinu fyrir aftan þilið.

Author:  Bjarki [ Wed 19. Mar 2003 15:54 ]
Post subject: 

Já það er sama staðsetning í sjöunum. Það voru reyndar einhverjir þrír magnarar í gangi í þessu bíla fimmur og sjöur E34 E32 veit ekki hvort inngangarnir séu eins í öllum. Sá sem ég keypti er úr sömu árgerð og minn.
Sumir hafa skipt þessum mögnurum út fyrir aðrar tegundir og notað gömlu snúrurnar. Hérna eru upplýsingar um inngangana í orginal magnarann: http://evansweb.info/article.php?story=2003012021585225
Ég er ekki mikið fyrir bassa og drunur þannig að ég ákvað að halda bara orginal setup'inu og borga 3500 fyrir nýjan/gamlan orginal magnara sem er 4x20w (spurning hvernig það kemur út með 4x45w tæki!!)

Author:  saevar [ Wed 19. Mar 2003 16:25 ]
Post subject: 

Takk fyrir, þetta er helvíti góð síða.

Hljóðkerfið hjá mér er ekki alveg að virka sko. Til þess að heyra einhvað þá þarf ég að stylla útvarpið alveg á vinstri eða hægri rásina. Þá heyrist samt báðum meginn. Þegar ég og félagi minn vorum að skoða þetta komumst við að því að það var bara mínus tengdur í tækið. og við fundum engar aðrar snúrur :roll:

En í sambandi við vesenið þitt, ertu búinn að tékka hvort þú sért að fá rétt volt að magnaranum ?

Author:  Bjarki [ Wed 19. Mar 2003 18:50 ]
Post subject: 

Ég hef ekki prófað að mæla það. En hjá mér er mjög góður orginal hljómburður fyrir utan það að það heyrist ekkert í vinstri fram sem náttúrlega bitnar illa á stereo'inu. Prófa að mæla strauminn inn í magnarann þegar ég skipti um, hinn er á leiðinni.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/