bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

radarvari úreltur ?!?!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=10479
Page 1 of 3

Author:  aronjarl [ Wed 11. May 2005 23:36 ]
Post subject:  radarvari úreltur ?!?!

Sælir meðlimir þetta er kannski ekki rétti dálkurinn til að setja inn en..

það hljóta að vera til strákar hér sem pæla mikið í radarvörum.
er ekki bara vitað að radarvari sem er 2 og hálf ars til 3 sé úr tísku eða réttara sagt virki ekkert á löggurnar þá er ég að meina mógu fljótt viðbragðstíminn er not meðaltali 1 sekúnda svo eitthvað til að fá bílinn til að byrja að bremsa... Þetta er radarvari, Uniden að gerð man ekki týpunúmerið en hann kostaði 15.900kr fyrir ári síðan ég er búinn að eiga hann í 2 ár.. hann hefur alveg bjragað mér nokkru sinnum nett en ég var tekinn áðan og ég var tekin á nákvæmlega sama hraða og ég var á mæli samt neggldi ég niður SKO alveg þÉTT..!´og mér fanst ég vera snöggur nei þegar ég kem inní bíl þá er bara sama tala og eg var á mæli annað hvort er radarinn þeirra bilaður eða radarvarinn minn orðinn algerlega úreltur..!!! ég er mjög pirraður núna :burn: því ég er búinn að vera punktalaus og með bílpróf í nærri 2 ár var að fara að smella mér í fullnægðar skitreini en neii...!!! LÖGGU SV'IN

Nenni ekki að vera fá bögg '' gott á þig þvi það á ekki að keyra hratt bla bla.. ''

ég var illa þreyttur með tónlistina á drífa mig heim úr vinnuni VAR EKKI AÐ SPYRNAAA.. sumar og´sól úti.. ''lífið er frábært,,

hvað segið þig fróðu menn getur ekki bara vel verið að ég þurfi að versla mér ´nýjan radavara :?


kveðja..
einn fúll :evil:

Author:  Jónas [ Wed 11. May 2005 23:51 ]
Post subject: 

Drengur... fullur? :roll:

Author:  Gunni [ Wed 11. May 2005 23:54 ]
Post subject: 

Það hefur bara sannað sig að radarvarar virka voðalega lítið innanbæjar.
Þar sem löggan hefur tækifæri á að kveikja bara á tækinu rétt áður
en hún mælir þig.
Innanbæjar borgar sig held ég frekar bara að vera með augun opin
og keyra ekki hraðar en þú hefur efni á að borga sekt ;)

Author:  ///Matti [ Wed 11. May 2005 23:55 ]
Post subject: 

Ég lenti í svipuðu atviki um daginn :evil:
Ég held að enginn radarvari eigi séns í þetta ''lasercrap'' sem þeir eru komnir með núna :evil: :evil: Nema kannski varinn í bílabúð benna sem kostar eitthvern 80.000kall (man ekki hvað hann heitir..)

Author:  aronjarl [ Thu 12. May 2005 00:00 ]
Post subject: 

ég er fullur af pirring Jónas

já ég var einmitt 1 á 3 akreina vegi engin bíll og löggan á stað sem maður sér hana ekki með slökkt ljós gat ekki verið verra..!! :evil:


en er einhver sem veit þetta.. ég heyrði að löggan væri kominn með einhverjar nýjar byssur einhverjar hraðvirkari..

það eru til 50 þús króna radarvarar sem taka laserinn.. Escort passport eitthvað fæst í nesradio minnir mig..

Author:  Svezel [ Thu 12. May 2005 00:06 ]
Post subject: 

viðbragðstími er áberandi mikið styttri með laser en hefðbundum radar, það getur skýrt þennan mun

annars á ég gamlan whistler gaur sem kostaði tugi þúsunda í aukaraf á sínum tíma (það hefur verið vorið 2000 ef ég man rétt) og hann spottaði þessa laser meli eins og ekkert væri síðasta haust. ég hef reyndar ekki haft hann í bílnum á þessu ári því mér leiddist þetta sífellda bíbb en helvítið virkar enn :roll:

Author:  finnbogi [ Thu 12. May 2005 00:26 ]
Post subject: 

já ég er með þetta kvikindi sem nesradíó er að selja
er með 8500 X50 hann er að pikka up laserinn líka klikkað góður
djöfull ég er sáttur enda fékk maður þetta hagstaætt á meðan dollarinn var lár 8)

http://www.escortradar.com/x50.htm

Author:  Iceman [ Thu 12. May 2005 00:29 ]
Post subject: 

aronjarl wrote:
ég er fullur af pirring Jónas

já ég var einmitt 1 á 3 akreina vegi engin bíll og löggan á stað sem maður sér hana ekki með slökkt ljós gat ekki verið verra..!! :evil:


en er einhver sem veit þetta.. ég heyrði að löggan væri kominn með einhverjar nýjar byssur einhverjar hraðvirkari..

það eru til 50 þús króna radarvarar sem taka laserinn.. Escort passport eitthvað fæst í nesradio minnir mig..


Týpískt... þessir löggu andskotar geta svoleiðis nauðgað þessum 3 akreina brautum eins og 'Artúnsbrekkan sem þolir hraða umferð léttilega, þá er ég ekki að tala um ofsaakstur, þeir ættu frekar að reyna drullast í íbúðahverfin þar sem menn eru yfirleitt á 2 földum hámarkshraða!!!!!!

Author:  Twincam [ Thu 12. May 2005 00:30 ]
Post subject: 

Sko.. gamlir radarvarar virka alveg á byssurnar núna svo lengi sem þeir eru ekki að nota Laserinn...

En það sem þeir hafa gert við þig Aron er nákvæmlega sama og þeir gerðu við mig á fimmtudaginn. Hafa séð þig koma, haft slökkt á radarnum og um leið og þú ert kominn í skotfæri, þá opna þeir fyrir radarinn og skjóta á þig. Og þá pípir radarvarinn þinn í staðinn fyrir að hefðu þeir haft opið fyrir radarinn og verið að skjóta út í loftið, þá hefði radarvarinn þinn náð geislanum nógu snemma til að þú gætir bremsað áður en þú værir kominn í skotfæri.

Flóknara er það ekki..

hvað varstu tekinn á miklum hraða annars? :?

Author:  Bjarki [ Thu 12. May 2005 00:42 ]
Post subject: 

ég er með mjög nýjan vara svipaðan og tóti (finnbogi) er með. Keyri reyndar ekki hratt að staðaldri. Kópavogslöggan er alltaf að mæla með Ka og maður fær merki löngu löngu áður en maður sér þá. Maður þekkir líka false alarm merkin sem maður fær á þessum leiðum sem maður er að keyra og ef eitthvað breytist þá tekur maður ekki séns. Ég hef samt einu sinni lent í rvk löggunni að mæla um kvöld undir Ártúnsbrekkubrúnni og þá var ég löngu búinn að sjá þá, þeir voru með park'ið á. Ég var fyrsti bíll og fékk ekki merki frá þeim fyrr en ég var nánast alveg kominn að þeim. Ég keypti þetta nú aðalega til að nota um kvöld og nætur í borginni og svo þegar ég skrepp út á land.
Með laser þá fæ ég stundum laser-signal hjá ljósum en ég er ekki búinn að eiga græjuna nógu lengi til að geta sagt til um það hvað þar er á ferðinni. Mjög pirrandi öll K-band fölsku merkin sem maður fær en samt ekki hægt að slökkva á þessu bandi því sumir löggubílar mæla með K-band.
Tek fram að ég er punktlaus 8)

Author:  finnbogi [ Thu 12. May 2005 00:54 ]
Post subject: 

já bjarki shit ég er sammála þér og shit þessi feik signal eru bögg
en já ég er búinn að eiga minn síðan í sept í fyrra og hef ekki enn getað
testað hann á löggu með laser en þeir hljót að fara taka þessa heilögu græju
sína og dusta rykið af henni

Author:  Epicurean [ Thu 12. May 2005 00:57 ]
Post subject: 

Radarvarinn verður aldrei 100% vörn gegn því að vera tekinn hversu góður sem hann er, maður þarf alltaf að spá í umhverfinu í kringum sig. En þeir geta hjálpað þér við það verk, það er enginn vafi. Annars tel ég að maður eigi aldrei að aka hraðar en þeim hraða sem maður er sáttur að vera tekinn á.

Varðandi radarvarana sjálfa þá held ég að Escort 8500 X50 og ValentineOne séu það besta sem þú getur fengið á markaðinum í dag. Svipað næmir en V1 hefur örvar og telur fjölda merkjana sem er þónokkur plús sérstaklega innanbæjar.

Author:  Bjarki [ Thu 12. May 2005 01:19 ]
Post subject: 

Epicurean wrote:
Varðandi radarvarana sjálfa þá held ég að Escort 8500 X50 og ValentineOne séu það besta sem þú getur fengið á markaðinum í dag. Svipað næmir en V1 hefur örvar og telur fjölda merkjana sem er þónokkur plús sérstaklega innanbæjar.


ég á BEL Pro RX65
hann og Escort Passport 8500 X50 skiptast á að vera efstir í prófunum ásamt ValentineOne.
hérna er eitt svona test:
http://radartest.com/article.asp?articleid=9090
ég las nokkur svona test áður en ég keypti minn, þetta eru með dýrustu portable-græjunum.

Maður þarf virkilega að læra inn á radarvarann og þetta er ekki eitthvað tæki til að setja í bílinn og byrja svo að keyra eins og geðsjúklingur!
Hjá mér er þetta að stóru leiti bara græjudella :wink:

Author:  IvanAnders [ Thu 12. May 2005 01:38 ]
Post subject: 

Leitt að heyra Aron, sjálfur veit ég ekki baun í boru um radarvara og hafði aldrei neitt álit á þeim og áleit þá alltaf bölvað drasl! En það breyttist kvöldið áður en ég keypti bílinn minn, vegna þess að ég var með bílinn í láni (vinnufélagi minn átti hann) og radarvarinn hans var í bílnum, þetta er bara einhver fornaldargræja held ég (WHISTLER 1650) bjargaði mér alveg rosalega í hafnarfirðinum það kvöld, en það gjörbreytti áliti mínu á radarvörum og ég fékk hann með bílnum, og keyri helst ekki án hans, EN VÁ hvað false-alarm er óþolandi!!!! :evil:....en Aron minn, villtu ekki vera svo vænn að deila því með okkur hvar þú varst tekinn og á hvaða hraða ? :wink:

kveðja, Ívar Andri

Author:  Kull [ Thu 12. May 2005 08:42 ]
Post subject: 

Enginn radarvari er sérlega góður að nema laser byssuna sem löggan notar einfaldlega vegna þess að geislinn dreifist svo lítið. Þú þarft að vera mjög nálægt þeim sem er verið að mæla til að radarvarinn pikki eitthvað upp.

Síðast þegar ég vissi var löggan bara með eina laser byssu og aðal gallinn við hana er að hún virkar ekki í gegnum gler. Þess vegna er mjög líklegt að mótorhjóla lögga sé með hana.

Ég er með Escort 8500 X50 og hann er ekkert pottþéttur. Ég hef mætt löggu t.d á Reykjanesbrautinni, að vísu á tvöfalda kaflanum, en græjan pípti ekki fyrr en rétt áður en ég mætti þeim og þeir mældu mig. En hann hefur líka oft byrjað að pípa löööngu áður en ég hef séð lögguna þannig að þetta getur bjargað manni.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/