bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

bremsuklossar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1042
Page 1 of 1

Author:  Gunni [ Mon 17. Mar 2003 22:32 ]
Post subject:  bremsuklossar

Sælir. Ég ætlaði að grennslast fyrir um það hvar maður fær "dust-free" bremsuklossa á BMW e36. Ég þoli ekki bremsuryk á nýþvegnum felgum þannig að ég verð að kaupa klossa sem ryka ekki. Vitið þið hvar maður fær svona klossa og hvað þeir kosta ca. ??

Author:  Kull [ Mon 17. Mar 2003 23:50 ]
Post subject: 

Mæli með Mintex hjá Orkan-Snorri.G

Author:  Svezel [ Tue 18. Mar 2003 08:23 ]
Post subject: 

Ég veit að Bílbox er með EBC Greenstuff en ég hef lesið að þeir eigi það til að warpa diska frekar fljótt.

Author:  bebecar [ Tue 18. Mar 2003 08:47 ]
Post subject: 

Ég get staðfest það sem Kull segir. ÉG keypti mintex eftir hans ráðum og bremsurykið minnkaði ALL VERULEGA, ég var með original frá BMW áður. Bíllinn bremsar eins eftir sem áður :wink: Spurning með endingu en það er nú svo lítið mál að skipta um þetta og þetta er mjög ódýrt þannig að ég reikna með að Logi þurfi nú að gera þetta árlega... M5 slítur klossum hratt.

Author:  DXERON [ Thu 20. Mar 2003 01:52 ]
Post subject: 

auðvitað átt þú að geta fundið gæða klossa sem sóta minna en ef þú ætlar að fá þér race klossa sem sota ekkert þá fara klossarnir mjög illa með diskana..... þannig að fara milliveginn eða kaupa orginal!!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/