| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| "Moka flórinn" https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=10207 |
Page 1 of 1 |
| Author: | zazou [ Fri 22. Apr 2005 08:51 ] |
| Post subject: | "Moka flórinn" |
Fyrri eigandi hefur látið undir höfuð leggjast að þrífa hesthúsið á bílnum mínum en nú verður breyting þar á. Hvernig er best að þrífa þetta? Er eitthvað undraefni sem maður lætur liggja á eða bara gamli góði sámur og svo væn vatnsgusa? Engin voða drulla, mest megnis bara ryk. |
|
| Author: | gunnar [ Fri 22. Apr 2005 10:00 ] |
| Post subject: | |
Settu bara cellafón yfir það sem má ekki blotna (tölvuna og svona) Tjöru hreinsi yfir allt draslið... Og svo bara háþrýstidælu í smástund á þetta.. (alls ekki heitt vatn) Taka svo bara back 2 black á allt plastið og þá lýtur þetta út eins og nýtt. |
|
| Author: | zazou [ Fri 22. Apr 2005 11:27 ] |
| Post subject: | |
Flottur hjá þér Ingimar. Hvað þarf ég að hylja? Svona nýmóðinstölvutækni í bílum er nýtt fyrir mér |
|
| Author: | gunnar [ Fri 22. Apr 2005 11:46 ] |
| Post subject: | |
Ég hef notað háþrýstidælu á alla mínar vélar, aldrei klikkað, en jú það er kannski örlítið skárra að sprauta bara tjöruhreinsi á vélina, skrúbba svo bara með bursta helvíti vel og svo skola burtu með köldu vatni.. either way.. Ótrúlegt hvað fólk gerir þetta aldrei við bílana sína, alltaf þegar ég kaupi bíla eru hesthúsin skítug... |
|
| Author: | Svezel [ Fri 22. Apr 2005 12:00 ] |
| Post subject: | |
Brútus frá Sjöfn gerði kraftaverk á minni vél
Ég setti bara plastpoka yfir tölvutengið og áberandi opin plögg. Úðaði svo bara vel yfir allt með Brútus, lét liggja í nokkrar mín, strauk aðeins yfir með svampi og sprautaði svo yfir allt með vatni. Svo var bara að þurrka það mesta, setja í gang og láta bílinn ganga í nokkrar mín. Loks fór ég með back to black eða álíka vínylgljáa yfir plasið og voila |
|
| Author: | Einsii [ Fri 22. Apr 2005 12:17 ] |
| Post subject: | |
Skolaði vélina með köldu, fullt af olíu og tjöruhreinsi, skrúppaði með uppþvottabursta, skolaði vel með köldu (mjög lítinn þrísting), þvoði yfir með svamp og sápuvatni, þurkaði með vaskaskinni, úðaði á hann motorplasti (verður að vera 100% þurr ef motorplastið á ekki að verða ljótt). Svo bara tók ég annað slagið og þurkaði af, aldrei betri. |
|
| Author: | oskard [ Fri 22. Apr 2005 12:36 ] |
| Post subject: | |
EKKI HÁÞRÝSTI ÞVO VÉLINA ÞÍNA ! Fáðu þér olíuhreynsi og tusku og taktu þér bara góðann tíma í að þurka skítinn af, síðan er fínt að nota bumper care frá autoglym á öll svörtu plastcoverin |
|
| Author: | bjahja [ Fri 22. Apr 2005 13:49 ] |
| Post subject: | |
Sammála, EKKI HÁÞRÝSTIÞVO ég hef slæma reynslu af því Hinsvegar finnst mér best að vera bara eins og ingimar með lítin svamp og reyndar líka með tannburstan til að ná á milli og svona Síðan nota ég bumber care eftir þvottin |
|
| Author: | gstuning [ Fri 22. Apr 2005 14:09 ] |
| Post subject: | |
Ef þú ert með loftpressu handy þá er í lagi að háþrýsti þvo vélina, en það verður líka að vera fín pressa sem inniheldu haug af lofti, ég notaði eina svo lengi að hún ofhitnaði og slökkti á sér Enda náði ég 95% af blokkinni svoleiðis |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|