bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E34 question
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=10196
Page 1 of 1

Author:  Höfuðpaurinn [ Thu 21. Apr 2005 19:26 ]
Post subject:  E34 question

já sælir meistarar.... stundum byrjar bíllinn hjá mér að titra þegar ég er að keyra á svona 50-80 km/klst, þetta gerist eins og ég segi bara stundum, ekki alltaf, þannig að ég giska á að það sé eitthvað hægt og rólega að gefa sig, bara ekki alveg viss hvað það er og ákvað því að checka hvað þið meistararnir hefðuð um málið að segja

Author:  saemi [ Thu 21. Apr 2005 20:11 ]
Post subject: 

Er það nokkuð þegar þú ert í fimmta gír og að fara upp brekku? :lol:

Nei en svona án gríns, þá væri fínt að fá nánari útskýringar.

Er þetta þegar þú ert á inngjöf, bremsa, beygja, er þetta í stýrinu osfrvs.

Author:  Höfuðpaurinn [ Fri 22. Apr 2005 10:35 ]
Post subject: 

nánari útskýringu.. það er frekar erfitt að lýsa þessu öðruvísi en ég gerði.. bara þegar ég er að keyra á þessum hraða á beinni braut (líka í beygjum held ég, ekki viss samt), þá á bíllinn það til að byrja allur að nötra, ekki bara stýrið heldur allur bíllinn, þess vegna tel ég líklegra að þetta sé eitthvað í hjólabúnaðinum að aftan. hann hefur ekki nötrað svona núna í soldin tíma og því hef ég ekki getað gert nákvæmari tilraunir, eins og hvort þetta aukist/minnki ef ég bremsa eða einhverjar aðrar æfingar, en ég skal láta vitu um leið og það gerist...

Author:  Djofullinn [ Fri 22. Apr 2005 12:03 ]
Post subject: 

Hjólalega?

Author:  Porsche-Ísland [ Fri 22. Apr 2005 12:30 ]
Post subject: 

Þetta hljómar kannski heimskt, en ertu viss um að dekkin sé föstu undir bílnum.

Gerð við einn í síðustu viku sem byrjaði snögglega að titra allur, við nánari skoðun kom í ljós að annað framdekkið var orðið laust. Hafði ekki verið snert við því síðan vetrardekkin fóru undir fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Kannski var þetta bara svona gáfað dekk og vildi fara sjálft undan fyrir sumarganginn.

Author:  Höfuðpaurinn [ Fri 22. Apr 2005 16:14 ]
Post subject: 

Porsche-Ísland wrote:
Þetta hljómar kannski heimskt, en ertu viss um að dekkin sé föstu undir bílnum.

Gerð við einn í síðustu viku sem byrjaði snögglega að titra allur, við nánari skoðun kom í ljós að annað framdekkið var orðið laust. Hafði ekki verið snert við því síðan vetrardekkin fóru undir fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Kannski var þetta bara svona gáfað dekk og vildi fara sjálft undan fyrir sumarganginn.


hehe.. já konan hefur lent í því með sumardekkin undir sínum bíl, eiga það til að losna.. alveg sama hversu vel þetta er hert undir, mér bara datt ekki þessi möguleiki í hug, kíki á það við tækifæri...

Author:  bjahja [ Fri 22. Apr 2005 16:16 ]
Post subject: 

Ég lenti líka í þessu núna eftir Auto-xið að annað framdekkið var laust :?

Author:  iar [ Sat 23. Apr 2005 05:50 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Ég lenti líka í þessu núna eftir Auto-xið að annað framdekkið var laust :?


Kannski vinstra megin? :oops:

Author:  bjahja [ Sat 23. Apr 2005 07:54 ]
Post subject: 

iar wrote:
bjahja wrote:
Ég lenti líka í þessu núna eftir Auto-xið að annað framdekkið var laust :?


Kannski vinstra megin? :oops:

haha, jámm ;)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/