Jæja.. nú fer maður að nálgast point of no return í manifold skiptunum en ég er samt ekki að ná út hlífðarskildinum fyrir aftan vélina. Honum þarf að ná út til að ná betur í aftasta boltann á manifoldinu.
Hér fyrir neðan eru myndir til útskýringa,
öll góð ráð vel þegin.
Ég er búinn að losa skrúfurnar tvær sem festa víralúmið skjöldinn (bent á með grænu). Og skrúfurnar þrjár sem eiga að halda skildinum (bent á með rauðu). Nú virðist skjöldurinn vera laus að ofan, get ruggað honum til en hann haggast ekki þegar ég reyni að toga hann upp.
Þetta eru semsagt nokkrir af boltunum og svo er einn aftast undir víralúminu sem er leiðinlegt að ná til nema með því að losa þennan skjöld og lúmið.
Öll tips og tricks VEL þegin! Ég er varla að nenna að pússla öllu saman aftur og gera aðra tilraun seinna.

Bíllinn þarf helst að vera keyrsluhæfur á morgun.
