bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Loftþrýstingur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1007
Page 1 of 1

Author:  bjahja [ Wed 12. Mar 2003 17:57 ]
Post subject:  Loftþrýstingur

Hver á loftþrýstingurinn í dekkjunum mínum að vera. Ég er með 225/45 17" að framan og 235/45 að aftan.
Það sem er gefið upp er :

205/60 R 15 91 V
225/55 R 15 92 V
225/50 ZR 16

eiga að vera 2,0 að framan og 2,4 að aftan,

185/65 R 15 88 Q,T,H M+S
205/60 R 15 91 Q,T,H M+S

Eiga að vera 2,2 að framan og 2,6 að aftan.


Hvaða loftþrýsting á ég að hafa?

Author:  Haffi [ Thu 13. Mar 2003 11:40 ]
Post subject: 

Fyrir minn bíl miðað við sumarkeyrslu og greiðan akstur,
Ég er með 225/45/r17 að framan og að aftan og þar segir

32pund að framan og 39pund að aftan.

Gæti verið að einhverjir snillingar hér seu með betri tölur.

Author:  sh4rk [ Thu 13. Mar 2003 20:46 ]
Post subject: 

Mig minnir að það eigi að vera 35 pund í 17"

Author:  bjahja [ Thu 13. Mar 2003 21:01 ]
Post subject: 

Mér finnst vera svolítið mikill munur að vera með 32 að framan og 39 að aftan.
Hvernig haldiði að ég ætti að hafa mín eru breiðari að aftan.

Author:  Haffi [ Fri 14. Mar 2003 12:15 ]
Post subject: 

BMW, 3 Series, 323i,

Pressures (psi)

Standard Laden/Speed
Front - Rear - Front - Rear
29 35 35 42



Vona að þetta komi að einhverjum notum :)

Author:  bjahja [ Fri 14. Mar 2003 15:07 ]
Post subject: 

Dekkja verkstæðið setti 36 að framan svo ég held því og er með 39 að aftan.
Takk fyrir hjálpina.

Author:  DXERON [ Fri 14. Mar 2003 20:48 ]
Post subject: 

þrystingur í lágbörðum (lowprofile) eins og þú ert með er alltaf svoldið hár frá 32-46 pund (psi) eitthvað frá 2.3 til 3. eitthvað bör)

ef það stendur á þínum dekkjum max pressure 51 psi þá myndi ég hafa svona 40 psi til að byrja með ef hann er leiðinlegur á því fara svona nirðí 36- 38 psi....

ef það stendur 44 max pressure hafa svona 32-36 psi í dekkjunum....

við á dekkjaverkstæðinu setjum alltaf jafnt framan og aftan en þú getur svo fundið sjálfur út hvað þú hefur að framan og hvað þú hefur að aftan...
:wink:

Author:  bjahja [ Fri 14. Mar 2003 20:50 ]
Post subject: 

Ég tjakka á þessu, takk

Author:  gstuning [ Fri 14. Mar 2003 21:43 ]
Post subject: 

Fer eftir hvernig þú keyrir og hvernig höndling þú vilt

Mikill þrýstingur að aftan = meira oversteer
Minni að aftan = meira understeer
og svo framvegis

Hversu mikið af hvoru þú vilt fer eftir dekkja stærð og profile stærð, einnig stífleika dempara og gorma

Ég myndi byrja á 32psi að framan og 36psi að aftan, ef bíllinn er ekki eins og þú vilt hafa hann þá bara að fikta sig áfram þangað til að þú finnur þínar stillingar

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/