Jú það er rétt, það skemmdist eitthvað.
Það skemmdist einn bolti sem hélt öðrum öxlinum á gamla drifinu

Þess vegna fór ég með bílinn í TB og fékk þá til að skipta, því ég nennti ekki að reyna að redda þessum bolta sjálfur.
En það er samt eitt sem var að þegar Hannes snéri drifinu áður en það fór í bílinn þá stoppaði það og hann gat ekki snúið því áfram, svo snéri hann örlítið í hina áttina og þá var allt í lagi með það. Það segir okkur að drifið var ekki í 100% lagi þegar ég fékk það, en það segir okkur líka að við hefðum átt að skoða þetta eitthvað frekar áður en ég lét setja það í.
Og ég er ekki að reyna að vera með nein leiðindi en hvernig stendur á því að margir hérna halda að ég sé að reyna að fela eitthvað? Ég er ekki að segja Danni sé að fela eitthvað en það dettur engum það einusinni í hug! Ef fólk getur grunar mig um að fela eitthvað, af hverju grunar það þá hinn Dannann ekki líka?
Ég var ekki búinn að keyra á drifinu í 1 og hálfan tíma samtals áður en það brotnaði og djöfull hefði ég þurft að taka hressilega á því til að geta skemmt það á það stuttum tíma! Og það myndi pottþétt sjást vel á _báðum_ dekkjunum því þetta er/var jú læst drif og það var engin hálka á þessum tíma heldur bara þurrt! En það sést örlítið á öðru dekkinu og það er það dekk sem hann spólaði oftast á þegar ég var að leika mér á ólæsta drifinu.
Ég er ekki að reyna að stofna einhver leiðindi hérna en ég er bara orðinn djöfull pirraður á því að vera að svara sömu spurningunni nokkrum sinnum hérna. Ég er ekki það vitlaus að fara að kaupa drif á 35þúsund, borga 20 þúsudn fyrir ísettningu og fara svo beint út að leika mér að stúta drifinu um leið og ég sæki bílinn!
Ég verð bara að sætta mig við það að ég keypti drif sem var byrjað að skemmast og það hafði enginn hugmynd um það enda var það ekki farið að gefa nein merki!
Ég vill líka taka það fram að ég er ekki að gruna Danna um neinar lygar eða svik. Ef ég myndi gruna það væri ég löngu búinn að hringja í hann og fara til hans og henda drifinu í hann til baka og heimta fulla endurgreiðslu.
Það er bara staðreynd að hann var að selja drif sem hann hafði fulla trú á að væri í lagi og hafði enga ástæðu til að halda annað, enda virkaði drifið rétt og var ekki farið að segja neitt til sín af ráði. Þetta fór bara svona og það er ekkert hægt að gera í því lengur og ég stofnaði þennan þráð ekki til þess að ræða um það hvort ég hef rétt endurgreiðslu eða ekki, heldur til að spyrja hvað gæti verið að drifinu. Svo bara gaf það sig og ég sýndi ykkur það og ég heimtaði ALDREI neitt til baka! Ég er ekki einusinni búinn að biðja Danna um endurgreiðslu heldur bara spyrja hann um drifið og hvar hann fékk það og þannig.
Ástæðan fyrir því að ég sagði að ég sæi ekki frámá það að fá eitthvað greitt til baka var sú að ef eitthvað þá verður þetta bara meiri kostnaður fyrir mig, og ég ætla að ræða í rólegheitunum við Danna um örlitla hjálp við þann kostnað. Erfiðara verður það ekki, engin leiðindi, við ræðum bara saman þegar seinan dregur um hvað mér finnst sanngjarnt og hvað honum finnst sanngjarnt í þessu máli og komumst að samkomulagi á endanum.
PS. Afsakið pirringinn en þið mynduð væntanlega skilja hann ef þið væruð í mínum sporum.