Þið eruð í svo djúpum pælingum að ég klóra mér bara í hausnum...
Mitt álit er byggt á árgerðum 92 og upp úr..
540 bíll er ódýr miðað við hvað í hann er lagt, hægt að fá
frábæran
bíl á rétt um tvær. Oft eru þetta vel meðfarnir bílar og "margir" svona eru
til sölu sem gerir kaupanda að nöldra meira um verðið og auk þess haft
val um nokkra bíla. (plús það að í mörgum 540 bílum er M-fjöðrun sem
mér fannst t.d. frábær - 17" dekk)
Hinsvegar eru fáir M5 bílar á götunum hérna, þeir eru hlutfallslega dýrari
en eru auðvitað með "da badge" á afturendanum og eru suddalega
öflugir og þá meina ég fáranlega öflugir.
Ég hef keyrt báða þessa bíla, þ.e. 540('92) og M5(bláa), þú færð miklu
meira fyrir peninginn í 540 bíl, ég skal jafnvel mæla með sjálfskiptinu
nema að þú ætlir að fara að spyrna þessu út um allar götur.
----------------------
Ég veit ekkert hvað skal mæla með ef þú ætlar að flytja bílinn inn, mín
reynsla er að það er hægt að gera fín kaup hérna heima.
Sé bíllinn fluttur inn hinsvegar þarf maður víst að borga þetta í peningum,
og ef bíll er staðgreiddur í gegnum smáauglýsingu þá er alveg ótrúlegt
hvað er hægt að gera góð kaup..
Gangi þér vel með þetta
