Þórður Helgason wrote:
Þótt þessi þráður sé eins og oft gerist aðeins kominn útfyrir efnið, þá langar mig til þess að benda á smámisskilning með túrbó eftirkælinguna.
Þetta snýst ekki um snúninginn á túrbínunni hann dettur strax niður, heldur um oliuna sem er í smurgangi túrbínunnar þegar drepið er á bílnum.
Ef túrbínan er svakalega heit, ( t.d. eftir botnakstur hér uppí Hlíðarfjall), og maður drepur strax á á stæðinu, þá er túrbínan það heit að olían í smurrásinni getur brunnið, verður að sóti og þessháttar, og getur í versta falli stíflað smurrásina alveg.
Ef heppnin er með, þá fer tappinn lengra og síast frá. En ef þetta er stundað. þá eru talsverðar líkur á að þetta skaði túrbínuna, t.d. á bílum sem eru farnir að tapa smurþrýstingi vegna annarra hluta.
Það er svakalegur hiti í túrbínum eftir hámarksálag.
Þakka þér fyrir góðar upplýsingar Þórður.