Já einsog hann nafni segir þá var drifið í 100% lagi þegar ég fékk það (og það hefur komið fram í þessum þræði. En eitthvað er gruggugt við þetta allt og þá aðalega það sem mér var sagt þegar drifið var opnað (ég opnaði það ekki sjálfur heldur tók bara læsinguna í sundur sjálfur) að allir boltarnir virtust óvenju lausir miðað við að það eiga að hafa verið keyrðir rúmir 200þús km á því og drifið látið vera á meðan. Það sem óttast var að þyrfti að nota loft til að ná í sundur þurfti varla neitt álag. Ég treysti Danna fyrir því að það hafi verið í lagi þegar hann átti það en það segjir samt ekkert um fyrri eigandur. Sama hversu gamlir þeir eru þá geta þeir samt verið algjörir bavíanar (ég vill taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hver átti bílinn á undan Danna og er því ekkert að gefa í skyn að hann hafi verið þannig). Ég þekki t.d. mann sem er kominn yfir fertugt og á frekar öflugan bíl og hann keyrir einsog brjálæðingur á bílnum, en lætur þjónusta bílinn sinn og heldur honum 100% og ef eitthvað bilar þá lagar hann það. Það getur vel verið samt að fyrri eigandi bílsins sem drifið kom úr hafi verið þannig.
En ég hef alveg vitni til þess að votta það að ég var ekkert að leika mér á bílnum hvorki áður eða þegar drifið byrjaði að smella, og ég er ekki það vitlaus að ég fari að reyna að slide-a á drifi sem er með einhver óhljóð. Ég gerði ekkert á drifinu sem gæti hafa valdið því að allt mölvast svona svakalega inní því. Ég er 100% viss um að þetta sama hefði gerst ef einhver annar hefði keypt drifið. Það eina sem mér finnst vera skrítið er hvað mér fannst bíllinn þungur af stað eftir að drifið kom í. Hélt að það væri bara annað hlutfall fyrst, en núna þegar ég er búinn að sjá að það er sama hlutfall á báðum drifunum þá finnst mér þetta frekar skrítið.
Ég tók vissa áhættu (einsog Danni segir) með að kaupa svona notað drif, sérstaklega læst drif í 525, það er ekkert algengur hlutur, en það var orðið svo ódýrt að ég taldi það bara ekki geta beðið lengur. Þurfti að fá það áður en annar náði því! Og ekki er þetta alvgjört tap hjá mér þar sem diskarnar og læsingarhúsið er enn heilt og ég get að ég held gert upp drifið ódýrt, en allt þarf það að bíða þangað til ég eignast meiri pening þar sem mánuðurinn var alveg útreiknaður en þá var þetta ekki tekið inní dæmið.
Ég neita því samt ekki að ég keypti drifið einmitt til þess að djöflast á því og var alveg að búast við að það myndi hugsanlega brotna, en ekki áður en ég náði að "nota" það
Einsog Danni segir þá vill ég heldur ekki vera ósanngjarn og heimta endurgreiðslu eða eitthvað álíka, en við komumst að einhverju samkomulagi seinna meir

Hann hefði ekki selt drifið ef hann hefði vitað að það væri orðið svona viðkvæmt fyrir bíl svo ég kenni honum alls ekki um
