gunnar wrote:
meinaru útaf því diskurinn snýst bara þegar ég tek á þessu?
setti nú bara í handbremsu? er það ekki í lagi?
En já ég var nú eiginlega búinn að átta mig á því að ég myndi þurfa kaupa nýjan svona bolta.. hann er ekki alveg heill greyið
Kannski er það bara ég en mér finnst heimskulegt að hafa svona mikið átak á sexkanti (þ.e.a.s að hafa láta skrúfuna vera fyrir sexkant ). Hvað þá svona litlum. Búinn að snúa einn í sundur.. þetta er alveg pikkfast þetta helvíti
Þyrftir að nota hitabyssu/hárblásara eða eitthvað til að hita þetta býsna vel upp,
Málið er að nota átak á sexkantinn og það er líka fínt trick að banka á hann með hamri til að setja hann betur inní skrúfuna því að það getur verið drulla fyrir eða eitthvað
Ég hef skemmt svona bolta, þá er bara að bora í gegnum hann þangað til að þú nærð disknum af og getur svo tekið boltann af með töng eða puttunum
Annað trick er að prufa að herða líka það getur virkað til að losa hann frá disknum , það er járnabindingunni sem hefur myndast á milli
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
