Nei nei, ég þekki muninn þetta er ekki vanos hljóðið. En þegar þú minnist á það (burri) þá er þetta líklega málið. Ég fór nefninlega með hann í olíuskipti fyrir 4 mánuðum (hjá BMW) og þá fór þetta. Það er hvort eð er ekki langt í næstu skipti. Ég er að verða búinn að keyra bílinn næstum 20þús kílómetra síðan að ég sótti hann út. Hann stendur í 146k núna. Malar eins og köttur.
Þetta er örugglega málið ég fer með hann í olíuskipti aftur svona uppúr 150k bara þá fer þetta væntanlega.
Annars er maður búinn að vera duglegur, vatnslásinn fór hjá mér um daginn svo ég nýtti aðstöðuna (bílaskýlið) og skipti um vatnslásinn, viftukúplinguna og vatnsdæluna. Þetta eru víst hlutir sem fara alltaf hvort eð er á þessum tíma. Alveg ómetanlegt að hafa svona aðstöðu.
Hér á eftir fara sólheimaglottsmyndir (leyfilegt er að gera grín að gríðarlega hreinum höndskum og galla

):
