Ég lét setja nýtt braket í bílinn og það breytti engu. Las samt einhversstaðar að bmw hafi látið framleiða uppfærða útgáfu af læsingabraketinu en veit ekki hvort það sé rétt eða fáanlegt.
Mín lausn á þessu er að afturhurðarnar eru ekki eins viðkvæmar fyrir þessu og fer ég þar inn til að opna framhurðina að innanverðu (það virðist ekki hafa áhrif á þennan bölvaða kapal sem frýs). Áður en ég fattaði þetta prufaði ég að hella heitu vatni á svæðið kringum húninn, við það losnaði læsingin eftir smá stund en þetta gerði bara illt verra því hann fraus bara meira næst.
Annað trix er að fara bara inn, læsa svo hurðunum og keyra þangað til að það er kominn hiti í bílinn og þetta losnar. Ég fattaði þetta með afturhurðina bara af því að rúnturinn frá heimili að vinnu sem ekki nógu langur fyrir læsingatrixið
