Davíð wrote:
Ég hef verslað aukahluti og dót úr BMW umboði í USA og líka í umboði í Svíþjóð en það er allt og sumt. Minn er reyndar Evróputýpa en að mestu sama dót í þessu myndi ég halda. Ég veit að menn eru mikið að nota
http://www.pelicanparts.com en ég þekki það ekki mikið sjálfur og hef aldrei notað. Eflaust einhverjir aðrir hér sem vita meira um það
Ég versla nánast alla mína varahluti frá Ameríku og þá helst af
http://www.pelicanparts.com og líkar mjög vel við að versla við þá enda vítt úrval af varhlutum í boði og þá er líka oft hægt að velja úr nokkrum gæðaflokkum þ.e.a.s. frá nokkrum framleiðendum og einnig hægt að versla OEM varahluti ef menn vilja en þá hluti eru þeir ekki með á lager og því lengist biðtíminn um þrjá til fimm virka daga. Þegar maður verslar við Pelican parts þá er líka hægt að panta og ganga frá öllu á netinu en einnig hringt og svo leyfa þeir manni að fylgjast með frá því að maður borgar fyrir dótið og þar til að það er afhent á áfangastað. ATH: Þeir eru staðsettir í Kaliforníu og senda líka alla leið til Íslands
http://www.getbmwparts.com er einnig hægt að versla við og er þetta BMW umboð í Washington í Bandaríkjunum og selja því einungis OEM varahluti og á mjög góði verði í þokkabót en þú getur ekki hringt í þá(þeir eru mjög fljótir að svara e-mail þess í stað) og senda ekki til Íslands en þeir selja þér varahluti í Evróputýpu BMW og panta varhlutinn þá frá Evrópu fyrir þig ef þess þarf en það tekur að sjálfsögðu lengri tíma
http://www.bavauto.com eru staðsettir á austurströnd Bandaríkjanna og eru með vítt úrval af varahlutum og þá einnig felgur, dekk og þokkalegt magn af aftermarket hlutum, boddýkittum, performance dóti og pústkerfum. Síðan þeirra er þokkaleg en "dated" og ekki vel uppfærð, þeir senda ekki til Íslands og taka EKKI við kreditkortum í gegnum netið(bara Paypal eða wire transfer).