bebecar wrote:
Ég hef svona verið að spá í það - kannski ekki nógu hugaður í það bara.
Allavega gott að skella sér undir bíl svona svo maður sjái hvað er verið að tala um, þarf ekki nauðsynlega að skrúfa neitt

bebecar wrote:
hvað ætti ég að vera lengi að þessu og eru einhver spes verkfæri í þetta?
Það er erfitt að segja til um hversu lengi þú verður að þessu, því að það fer mjög mikið eftir því hversu vel þér tekst að koma þér fyrir og hvaða aðstöðu þú verður með.
Ef þú tekur slave cylinderinn út úr gírkassanum án þess að aftengja neinar slöngur ættiru að sleppa við að blæða kúplinguna, það sparar vesen!
Þú þarft ekki svo merkileg verkfæri í þetta, gírkassinn er (amk á M20) festur með Torx boltum (#12 minnir mig) en einhverjir venjulegir toppar eiga að passa uppá þá samt sem áður.
Svo þarftu einhverja sexkanta, fasta lykla og svona.