Er með svona og það er rétt hjá Alpina, eldgreinin fór í sundur við flangsa svo ég ákvað að prófa þetta þar sem svona eBay flækjur kosta ekki nema brot af einhverjum "Brand" flækjum.
Það var smá fiff að koma þessu í, aðallega af því að flækjurnar lágu alveg upp við mótorbitann. BJB redduðu því samt fyrir mig.
Pústið var semsagt búið að vera opið hjá mér nokkuð lengi við flangsann á eldgreininni svo ég hafði orðið enga viðmiðun með hvort hljóðið væri flottara en án flækjanna (en hljóðið er samt alveg ágætt eftir þetta svo ég er sáttur

) og ég fann engan mun í afli...
Ef það er allt í góðu lagi og engar aðrar breytingar í gangi þá er spurning hvort þetta borgi sig..