Jss wrote:
saemi wrote:
Ég gæti ekki verið meira sammála með draslið. MAÐUR HENDIR EKKI DRASLI ÚT UM GLUGGANN hvað þá topplúguna. Það á að fara í ruslið. hvort sem maður er með ruslapoka í bílnum eða hendir þessu jafn óðum.
Það getur nú verið svolítið skondið að taka upp tóma gosdós og labba með að bílnum sem hún "datt" út úr og segja "afsakið.. þú misstir þetta víst"
Maður reynir yfirleitt að gera nákvæmlega þetta, banka á gluggann og benda fólkinu á að það missti þetta, oft fyndinn svipurinn sem kemur á fólk, og sumir skammast sín svo þegar maður gerir þetta að það brennir í burtu og síðan sér maður það við næstu ruslafötu að losa úr bílnum, bwahahaha

Ég er nú sammála þessu um ruslahendinguna. Ég verð vitlaus ef ég sé þetta.
Ég meinti nú ekki að ég stundaði að henda rusli. Én mér er minnisstætt að hafa verið með áríðandi pappíra í farþegasætinu frammí og verið á sæmilegri ferð og það fór allt af stað og ég rétt gat bjargað pappírunum frá útflugi. Síðan tók ég eftir þessu aftur við sömu aðstæður.
Ég vil helst ekki topplúgulausa bíla, amk. ekki sem mina "betri" bíla.