Þegar þú ert að þenja bílinn þinn, t.d. gefa í upp fyrsta gír, þá snýst túrbínan þín á alveg flenniferð og blæs og hvæs eins og úlfurinn í sögunni með grísunum þremur.
Nema hvað,
svo allt í einu kúplar þú (því að þú ætlar að setja í annan gír), og
sleppir bensíngjöfinni.
Þá er túrbínan þín að mása og blása, en hvert á allt loftið að fara?
Vélin þín er lokuð, eða alveg nánast, þannig að ekki fer loftið þangað inn.
Þannig að loftið fer aftur til baka í átt að túrbínunni, og hægir á henni
og ég held að höggið þar sé slæmt fyrir hana!
Nema hvað, þarna kemur BOV inn í málið.
Milli túrbínunnar og throttle body setur þú ventil (BOV) sem virkar þannig einfaldlega að
ef það myndast mikill þrýstingur fyrir innan hann þá opnar hann og hleypir
útum sig.
Þetta gerir það að verkum að þegar túrbínan blæs en þú ert búinn að sleppa bensíngjöfinni
þá þarf ekki túrbínan að snarstoppa, heldur blæs bara útum ventilinn.
Það útskýrir líka hvers vegna það heyrist bara í BOV við gírskiptingar
..
ZzZ
