Kull wrote:
JonHrafn wrote:
fallegar tölur um 320d tölvukubb .... en liggur það ekki í augum uppi að þetta reynir meira á vélina og styttir líftímann?
Maður myndi halda að þetta auki álagið á ýmsa hluti en spurning hvort þeir þoli það ekki alveg. Ég hef allavega lesið um marga sem hafa keyrt með svona kubba í mörg ár og aldrei lent í neinu vesini.
Þeir segjast ekki eiga neitt við boostið í túrbínunni, breyta bara tíma og magni á eldsneytisdælu, getur lesið meira um þetta á
http://www.tuningbox.com til dæmis.
Ég er búinn að senda
www.tuningbox.com e-mail þrisvar sinnum á einum mánuði til að reyna að fá upplýsingar um verð án þess að fá svar
En já ég hugsa að ég reyni frekar að finna eitthvað í þessa vél heldur en
að standa í vélarskiptum, allavegana fyrst vélin er í lagi.
Það gengur samt virkilega illa að fá varahluti í þessa bíla hérna á íslandi
Það finnst allavegana ekki viftureim á þessu skeri og ef einhver veit um reim sem er 5PK2030 þá má sá og hinn sami láta mig vita
