Jæja. Núna er drifið komið í sundur og læsingin líka. Tók nokkrar myndir af ferlinu og látum þær bara ráða ferðinni. (Ýtið á myndirnar til að fá þær stærri)
Mynd 1 og 2: Hérna eru þessi stykki komin úr (hef ekki hugmynd um hvað þetta heitir og ætla ekki að reyna að giska) og þegar þeir fóru úr þá lofaði það ekki góðu. Sést líki hvað annar þeirra er furðulega mis-eyddur.
Mynd 3: Læsingin komin uppúr og mynd innanú húsið sem sýnir það að allt inní húsinu sjálfu er alveg 100% heilt. Ekki ein rispa eftir brot á fleygji ferð eða eitthvað þannig.
Mynd 4: Þar sem við opnuðum drifið og tókum læsinguna úr heima hjá Hannesi þá setti ég handklæði utanum læsinguna og setti hana í poka og fór með hana heim. Þegar ég tók handklæðið utanaf datt þetta úr læsingunni, nú varð ég bara enn svartsýnni.
Mynd 5: Hannes bað mig um að taka svona mynd, innaní læsinguna með ljósið á. Þar sem honum sýndist pinnarnir vera brotnir og sagði að ef þeir væru það eina sem væri brotið þá væri ég mjög heppinn því þá væri ekki mikið mál að laga læsinguna.
Mynd 6: Hér er ég búinn að taka allt innanúr læsingunni. Ákvað að sýna ykkur það sem leyndist innaní henni síðast og þetta fyrst
Mynd 7, 8 og 9: Jamm hér er allt það sem var innaní drifinu. Litlu brotin neðst, stóru brotin efst. Að vísu boltarnir sem héldu því saman inná myndinni líka og diskarnir efst en þeir eru heilir (held ég

) Þetta er, einsog þig sjáið, allt handónýtt og miklu, miklu verra en ég og aðrir bjuggumst við að þetta væri. Læsingin er bara handónýt og alveg gjörsamlega ónothæf. Þetta borgaði ég 35.000 krónur fyrir og sé ekki frammá það að fá 1 eyri til baka af því. Það er ekkert sem ég gerði sem gæti látið þetta enda svona svakalega illa. Ég borgaði bara 35.000 krónur, fékk Hannes til að sækja það fyrir mig (var kallaður í vinnu á síðustu stundu), fór með það einsog gull, lét meira að segja setja það í fyrir mig og borgaði rúmar 20.000 krónur fyrir það, með BMW Krafts meðlima afslættinum og, keyrði heim, ætlaði að fara að fara Hafnagöturúnt og svo þetta.
Og til gamans má geta að ég tel það alveg rétt þegar ég tel mig vera einn óheppnasta mann jarðríkis hvað varðar bíla- og fjárhagsmál ef litið er á fortíð mína í bílunum og hvað ég eyddi miklu þá. Nenni ekki að fara að telja það allt upp.