ta wrote:
er þetta gert með vél?
Sælir aftur.
Nei, þetta er ekki gert með vél, bara í höndunum og það best er að þetta tók mig ekki nema 45 mínútur en massinn er einnig ætlaður svona bónvélum eða Orbital græjum og þá býst ég við því að þetta verði alveg rennislétt.
Það sem ég gerði var að ég byrjaði á því að þrífa ljósin með tjöruhreinsi, svona til að ná af litlum föstum skítaklessum, flugulíkum og þess háttar. Síðan byrjaði ég á efni nr. 17 og bar það vel á, hamaðist soldið og fór tvær umferðir á fyrri ljósinu. Þá tók ég hreina tusku og strauk efnið af og undir var þetta orðið bara nokkuð slétt. Þá tók ég efni nr.10, bar það vel á, tvær umferðir og þegar það kom af með hreinu tuskunni var þetta orðið svona glansandi og flott.
Ljósin hjá mér voru meira að segja orðin þannig að mér fannst botninn ekkert vera svartur lengur en núna er þetta orðið miklu betra. Easy as apple pie. Mér skilst að maður geti líka tekið framrúðuna hjá sér og þess háttar ef viljinn er fyrir hendi.
Kveðja.
Þórir I.