... framljósin mín
Jæja ég tók mig til í kvöld og ákvað loks að fara í ódýru "Karglas" breytinguna sem ta hafði áður póstað link á hér á spjallinu. Í gær fór ég því í ÁG og keypti mér silfraðar stefnuljósaperur til að hafa allt klárt.
Jæja fyrst var að losa allar perur og tengingar í ljósin en það tók ekki langan tíma þar sem allt er svo patent og sniðugt í BMW

. Svo var að mæla fjarlægðirnar á ljósunum upp á 1/10 úr mm til að geta stillt þetta rétt aftur á eftir, því ekki vill maður þurfa að fara í ljósastillingu á eftir.
Nú losaði ég 8mm boltana sem halda ljósinu en þeir eru 4 á hverju ljósi, tveir ofan á
einn c.a. bakvið stefnuljós
og einn alveg við vantskassann.
Þetta reyndist lítið mál með Bosch skrúfjárns-skrallinu sem til er á heimilinu og ég mæli eindregið með því í ýmis verk.
Þegar ég var búinn að þessu báðum megin og losa allar járnspennurnar á ljósunum þá var allt klárt til að fara að hita ofninn.
Ofninn var settur á 100°C blástur og hvert ljós haft inni í 10-15mín
Svo þegar ljósið var búið að vera inni í þennan tíma var lítið mál að spenna það í sundur með flötu skrjúfjárni og taka gulu stefnuljósaglerin úr
Nú var bara að setja ljósið aftur saman, setja járnklemmurnar aftur á og baka svo ljósin aftur á saman hita í 10mín. Ég þurfti reyndar að baka fyrra ljósið tvisvar því ég tók eftir því að linsurnar yfir aðaljósunum voru skakkar í eftir að ég var búinn að klemma það aftur saman þ.a. það var ekkert annað að gera en að endurtaka leikinn á það ljós. Það var alveg passlegur tími að baka eitt ljós meðan maður losaði hitt í sundur, tók gula glerið úr og lokaði því aftur.
Þegar ég var búinn að baka bæði ljosin aftur þá var bara að bíða og leyfa þeim að kólna áður en ég setti þau aftur í.
Ég skemmdi reyndar annað ljósið aðeins þegar ég ætlaði að fara að þrífa klístur af króminu í linsunni fyrir framan háa geislann, því krómið losnaði af. Þetta sést ekkert úr fjarlægð en samt sem áður smá klúður sem maður hefði getað verið án, en maður lærir af þessu. Reyni líklega að redda mér notuðu ljósi í sumar ef ebay.
Nú var bara að endurtaka leikinn og skrúfa ljósin aftur í ásamt því að tengja. Svo þurfti að stilla ljósin aftur því stilliskrúfurnar höfðu eitthvað gengið til við losunina en það tók ekki langan tíma með skífumáli, skrúfjárni og örlítilli þolinmæði.
Nú var allt klárt og munurinn töluverður. Ég er bara mjög sáttur með þetta en held að ég þurfi nú að kaupa aðrar stefnuljósaperur því mér þykja þessar full daufar, þetta eru líklega einhverjar über svalar rice-perur eða eitthvað

Hér er svo munurinn.
Fyrir
eftir
Þetta var bara gaman og ekkert mál með réttum græjum og örlítilli þolinmæði. Ég var samt frekar stressaður þegar ég var að losa í sundur fyrra ljósið og hafði lítinn tíma til að taka myndir meðan á því stóð. Tíminn á milli var samt alveg fínn og heildartíminn á verkefninu ætti ekki að vera meira en svona 75mín þótt þetta hafi tekið mig allt í allt rúma 2 tíma. Ég gaf mér bara nægan tíma í þetta og notaði tækifærið og losaði nokkrar hlífar bakvið ljósið bílstjóramegin sem ekki var þörf á lengur eftir loftsíuskipti.