bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 21:33

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Hestöfl vs Togkraftur
PostPosted: Wed 29. Oct 2003 19:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Frábær grein sem varpar ljósi á ýmislegt sem aðrir.. vissu..vissu ekki
héldu öðru fram ,,, osfrv....

http://viinikellari.com/745/chip.htm

Farið í ,,,more,, og svo hp VS tq

Góða skemmtun (((lesningu))

Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Oct 2003 20:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Mjög sniðugt, eimmitt það sem Gunni GSTuning hefur verið að reyna að berja í hausinn á okkur :D

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Oct 2003 21:15 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Quote:
The fatter
the torque curve is (no matter how small the max torque value), the faster
you can accelerate because the more rpms you have to work with, the
higher the gear ratios and thus the higher your torque at the ground.


I need to know more, það er mín skoðun.

Miðað við þetta þá skil ég þetta þannig að Torque vinni spyrnur en ekki hestöfl - eða er ég einn um þann skilning? Var ekki Gunni alltaf að tala um að hestöfl vinni spyrnur?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Oct 2003 22:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ég skil þetta þannig að flöt togkúrfa vinni spyrnur og flöt togkúrfa gefur mörg hestöfl. ERGO hestöfl vinna spyrnur.

Þetta er ástæða mikils afls F1 bíla, þeir hafa flata togkúrfu og mikla snúninga.

Endilega leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Oct 2003 23:13 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ergo togkúrfa gefur hestöfl - Ergo togkúrfa vinnur spyrnur.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Oct 2003 02:16 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Ekki beint tog gefur hestöfl,
og heldur ekki öfugt.

Tog og hestöfl eru mismunandi leiðir til að horfa á sama hlutinn :)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Oct 2003 02:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Hröðun yfir vegalengd og tíma er HÖ, en það geta ekki verið jafn mörg hestöfl nema að maður hafi verið á constant hraða allann tímann, þá er hægt að tala um sömu hestöfl allann tímann,

Þess vegna er hægt að gróf reikna hvað bíllinn manns er mörg hestöfl ef hann kemst 400m á x tíma, því að það þarf ákveðin meðalhestöfl til að ná þeim tíma, svo eru einhverjar breytur sem redda loka útkomunni,

Tog vinnu ekki spyrnur og max hestöfl vinnur ekki spyrnur, heldur
fleiri hestöfl að meðaltali yfir ákveðna lengd eða tíma,

þess vegna er mikið tog gott því að það þýðir ekkert annað en meiri hestöfl þar sem það tog var framleitt, þess vegna er low end power svona skemmtilegt, því að það er ekkert nema meiri low end HP sem þýðir meiri hröðun á þeim snúningum

En eitt annað sem ég er búinn að komast að í mínum bíl í sambandi við gírun, að vera með of stutta gíra eins og ég kemur manni hægar áfram en lengri gírar, hví

Það sem flestir halda er að bíll er sneggri ef vélin snýst hraðar upp í snúningum, tökum 325i E30 sem dæmi, með því að breyta drifinu er maður ekki búinn að gera hann sneggri heldur færa hröðunina á milli kílómetrahraða, það er mjög einfalt,

Ef ég væri með lengri gíra gæti ég verið lengur nálægt max hö sem myndi þýða lengri "meiri hröðun"

Það sem ég vill að allir reyni að skilja er að vera í max HÖ snúningnum mun meika mestu hröðunina, ekki að snúa og snúa vélinni upp með gírum
t,d nýji Audi kassinn, hann er eitt snildarverk, hann getur haldið vélinni í 6000rpm og samt aukið hraðann, það veldur því að hann fær alltaf t,d 200hö á mismiklum hraða á meðan annar 200hö bíll myndi færa sig frá 180-200hö og svo skipta um gir og fara aftur úr 180-200hö, sjáiði hvað ég er að fara,

Audi-inn er með 200hö í meðalhestöfl úr t,d 50-100kmh
BMW 330i er með max 230hö, 50-100kmh um 200hö meðalhestöfl því að hann fer niður í 185hö og vinnur sig svo í 230hö sem ef hestöfl væru mæld á einnar sekúndu millibili og svo sekúndurnar teknar samann, meðaltalið reiknað þá fengi maður ekki 230 né 185 heldur um 200hö,

Það eru meðalhestöfl sem vinna spyrnur, keppni, rallý, götuspyrnu og allt mótorsport eða annað sport þar sem að hröðun kemur við og vegalengd

t,d ef þú keyrir 50km á 100kmh þá ertu 30mín að komast, það kostar x mörg hestöfl að halda bílnum á 100kmh,

Ef þú keyrir svo tilbaka á 75kmh þá þurftirru færri hestöfl til að viðhalda 75kmh hraða en ert lengur á leiðinni, tapar í hröðun á vegalengdinni þ.e vegalengdin er lengur að styttast

Þegar ég fattaði einn daginn að þetta gengur allt útá meðalhestöfl þá var það eins og uppljómun fyrir mér, ég bara skildi þetta allt samann,

t,d þessi 323i sem komst bara í 140kmh, hann var hvað max 180hö, ég er með 180hö í 4000rpm, fyrir ofan það er ég að skila fleiri hestöflum en sá bíll, sem þýðir meiri hröðun, það sem var við þennan 323i var að hann náði svo hratt að komast í háu snúninganna að hann náði að halda uppi meðalhestöflunum, en ég væri með meiri hestöfl en hann alltaf og myndi því ekki tapa í spyrnu við þann bíl,

Ég þyrfti að teikna upp kúrvur fyrir ykkur að skilja,

Eitt svona að lokum, hvað vinnur F1 keppnir ????????

Það er meðalhraði, stundum munar bara 3kmh en samt 8sekúndum, sem sýnir hvað þetta er naumt, sá síðasti keyrði kannski 15kmh að meðaltali hægar en sigurvegarinn, þetta er hægt að reikna yfir í meðalhestöfl,
Því að það er vitað hversu lengi var keyrt og hversu langt var keyrt, og þyngdin á bílnum,

Hvað finnst ykkur um þetta :)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Oct 2003 08:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Í framhaldi af þessum spekúlasjónum þá er eitt reikningsdæmi

A keyrir frá x-y og til baka (y-x) á 50 km hraða, vegalendin er 50km

B keyrir frá x-y á 40 km hraða og tilbaka (y-x) á 60 km hraða vegalengdin er einnig 50 km



HVOR ER Á UNDANN????????????????????????????????????????'

Sv.H <<<<<((Reiknimeistari))>>>>>>><


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Oct 2003 09:01 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Bíll A er aðeins á undan. :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Oct 2003 09:17 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Alpina wrote:
Í framhaldi af þessum spekúlasjónum þá er eitt reikningsdæmi

A keyrir frá x-y og til baka (y-x) á 50 km hraða, vegalendin er 50km

B keyrir frá x-y á 40 km hraða og tilbaka (y-x) á 60 km hraða vegalengdin er einnig 50 km


HVOR ER Á UNDANN????????????????????????????????????????'

Sv.H <<<<<((Reiknimeistari))>>>>>>><


Vegalengdin skiptir ekki máli...
nema þú viljir vita hversu langt á undan hann var.

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Oct 2003 16:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
arnib wrote:
Alpina wrote:
Í framhaldi af þessum spekúlasjónum þá er eitt reikningsdæmi

A keyrir frá x-y og til baka (y-x) á 50 km hraða, vegalendin er 50km

B keyrir frá x-y á 40 km hraða og tilbaka (y-x) á 60 km hraða vegalengdin er einnig 50 km


HVOR ER Á UNDANN????????????????????????????????????????'

Sv.H <<<<<((Reiknimeistari))>>>>>>><


Vegalengdin skiptir ekki máli...

Kæri .arnib útskýrðu þessa athugasemd þína ,,vandlega,,
eða geturðu ekki,,,,,,,,dæmið

Sv.H
nema þú viljir vita hversu langt á undan hann var.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Oct 2003 19:33 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Oct 2002 15:12
Posts: 167
Location: Hér og Nú
gstuning wrote:
Hröðun yfir vegalengd og tíma er HÖ, en það geta ekki verið jafn mörg hestöfl nema að maður hafi verið á constant hraða allann tímann, þá er hægt að tala um sömu hestöfl allann tímann,


Aahh ... þessari skilgreiningu á hp get ég ekki verið sammála.
Það er kannski erfitt að útskýra eðlisfræði sem kennd er á fyrsta ári raungreina á háskólastigi án þess að nota tólin sem ætluð eru í það, nefnilega stærðfræði. En ég get kannski komið með nokkrar skilgreiningar, án þess að útleiða hvernig hp og torque hanga saman. Hef annars verið að spá í að koma því á HTML, en það bíður enn.

hp er bresk mælieining. Best að skilgreina þetta í SI (Le Systéme International d'Unités), Það er metrar ekki tommur eða yard-ar, grömm ekki pund o.s.fr.
1 hp er 745,7 Watt í SI og kallast Power

Það er svo gott að gera greinarmun á þeim stærðum sem varða línulega hreyfingu, og þeim sem varða snúning. Samanburður milli þessa :
(hér verður þetta strax erfitt þar sem manni vantar gríska stafrófið og kannksi að setja þetta pent upp í töflu, læt vaða engu að síður)

Línulegt | Snúnings
Power : P = Fv | Power : P = tw --- hp í Imperialíska mælikerfinu
Force : F = Ma | Torque : t = Ia
Massi : M | Rotational Inertia : I
Hröðun : a | Snúnings hröðun : a
Hraði : v | Snúnings hraði : w

Þarna sést svart á hvítu sambands torque og power (hp)
Power er bara margfeldi torque og snúningshraða (eða hraða og krafts í línulega heiminum).

Ef lýsa á hp í orðum er sjálfsagt best að notast við línulegar mælieiningar og þá segja margfeldi Krafts og Hraða.

Með því bara að fara yfir þessar skilgreiningar geta menn skilið mikið, án þess að sjá hvernig þetta er leitt út.
T.d.
- Torque er ekkert annað en snúnings Kraftur.
- hp er bara Kraftur x hraði (eða snúnings kraftur x snúnings hraði )

ergo sami kraftur á litlum (snúnings)hraða gefur lág hp,
en há hp ef hraðinn er mikill.

bara mín 2 cent ....

_________________
ozeki@simnet.is


Last edited by Ozeki on Thu 30. Oct 2003 21:05, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Oct 2003 19:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Úúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúú


Bara verulega heavy........

EN eitt af boðorðunum segir :::þú skalt ekki ljúga >>>>>>>>>>>>>
Sannleikurinn er sagna beztur.


FRÁBÆRLEGA skemmtilega orðað...... ((virkilega framúrskarandi))

Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 31. Oct 2003 08:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ozeki,

Það sem ég var að segja að halda steady hraða þarf sömu hö útí hjól allann tímann frá því að maður náði þeim hraða, því auðvitað þarf hö/vinnu/power til að viðhalda ferð bílsins,

Mér datt í hug eitt dæmi þar sem að menn geta skilið meðalhestöflin aðeins betur

2 hlauparar hlaupa 100m, A nær mest 55kmh og B 50kmh, B kemst mjög fljótt í 50kmh en A nær 55kmh í alveg blá lokinn,
Þegar hlaupið var búið þá var reiknað út meðalhraði á þeim
A var 30kmh og B var 45kmh,

Útskýring,
A þótt að hann hafi náð meiri endahraða þá var hann lengur að ná honum sem þýðir að hann gerði minna/meter en B sem útdeilist í minni hö/meter,

Það sem ég er að reyna að útskýra er að meðal vinna/power/hö er það sem segir allt í hver er fyrstur, þess vegna þarf maður ekki mestu peak hestöflin heldur mestu hestöflin að meðaltali í snúningunum sem passa inní gíranna,

Vélin gefur power en gírkassinn segir hvernig þeim verður beitt,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 31. Oct 2003 19:42 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Oct 2002 15:12
Posts: 167
Location: Hér og Nú
jamm, ég skildi svo sem alveg hvað þú varst að útskýra.
Vildi bara koma með skilgreiningarnar á þessum hugtökum, oft þegar maður rekst á lýsingar á þessu er einmitt þessum skilgreiningum sleppt. En það eru einmitt þær sem mér finnst útskýra þetta best.

Síðan er hægt að hugsa upp einhver skondin dæmi til að lýsa þessu ...

Tökum hp fyrst :
(útúrdúr: ef þú átt 1500 watta ljóskastara en slíkir sjást oft í byggingarvinnu, geturðu sagst eiga 2 hestafla kastara :) en torque meikar ekki sense þar sem hér er engin snúnings mekaník)

En til að skoða þetta aðeins út frá sjónarmiði meðal bíla hnetu. Gerum ráð fyrir að þú hafir skellt þér í Expert og keypt þér 28" Sony sjónvarp. Í stað þess að drösla risastórum pappakassanum með tækinu í, út í BMW og keyra heim ákveðirðu að ýta bara kassanum á undan þér :roll:
Hvað um það ... þú heldur meðal göngu hraða (ca 5 km/klst ) og gerum bara ráð fyrir að það sé alltaf sami kraftur sem ýtt er á kassan til að halda ferðinni. Þarna eru ákveðið mörg hp (kraftur x hraði)
Enn til einföldunar getum við gert ráð fyrir að alveg sama á hvaða hraða kassinn er, það þurfi alltaf sama kraftin til að halda honum á þeim hraða.
Þá gætirðu ákveðið að hlaupa með kassan (ca 20 km/klst) ... hp yrðu 4x fleiri/meiri .... og þú myndir finna fyrir því á eigin líkama.
Enn er ekkert torque ... engin snúníngs mekaník

En segjum nú að þú hafir tekið 24 gíra fjallareiðhjólið með í Expert, og ákveðir að binda bara utan um kassan og draga'nn heim. Þú gætir dregið kassan á 5 km/klst og það gæfi augaleið að alveg jafn mörg hp þyrfti til eins og í labbinu. En nú er aldeilis komi torque ... nefnilega sá kraftur sem'ðú þrýstir bífunum í pedalana - það er torque !
Það er líka komin önnur hestöfl, nefnilega torque x snúningshraði pedalana
edited (leiðrétt mig aðeins hérna) : þau eru jafn mörg og línulegu labb hestöflin. Með gíruninni velirðu bara hversu fast þarf að stíga í pedalana til að halda ferðinni. Lágur gír, stígur létt í (lítið torque) en snýrð hratt. Hár gír, mikið torque en snýrð hægt. Alltaf sama hp.

Alveg hliðstætt hp og torque bílvélar að halda einhverri beyglunni á ferð.
Svo geta menn hugsað sér að vera með torque-mikla vél, er bara að stíga vel fast í pedalana. Breitt flatt torque svið er svo bara að halda þessum sama krafti í pedalana frá lágum snúning yfir í háan ... þeim mun hærri, þeim mun fleiri hp (skv formúlu)

og nú er búið að útskýra það mál til dauðans ....

_________________
ozeki@simnet.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group