Hefur e-r fest svona hliðar-spoiler á e30 eða eitthvað sambærilegt?
Það fylgja þessu 8 hnoð og svart límkítti.
Ég held að það eigi að bora í kantana á afturbrettinu og hnoða fast með 2 hnoðum og svo undir eða í hliðarnar á frambrettinu. Veit ekki hvort kíttið sé bara til þess að loka bilinu sem myndast á milli sílsans og kitsins eða hvort það eigi að líma eitthvað líka. Endilega komið með góð ráð ef þið vitið eitthvað um þetta. Ég keypti svona fyrir nokkuð löngu síðan og finn bara ekki leiðbeiningarnar sem fylgdu og vil ekki klúðra neinu.