Jæja þá er málið loxins leyst. Þegar ég keypti bílinn þá var smá titringur í bremsunum. Ég er búinn að eyða endalausum tíma og peningum í að reyna að gera við þetta. Bremsdiskarnir verptust alltaf með tímanum öðru megin svo ég hef þurft að kaupa 3 pör og láta renna einu sinni. Einnig búinn að skipta nokkrum sinnum um bremsuborða, búinn að skipta um guide pins í bremsucalipernum, allar fóðringar, legur. You name it, ég er búinn að skipta um það eða láta skipta um það. Ekki dugði neitt. Ég las endalaust á forumunum um þetta og er búinn að vera ansi ráðalaus.
Á endanum kom í ljós að bremsu caliperinn sjálfur var að valda þessu. Ég gerði hann upp í gær og fannst hann líta vel út, þéttur og fínn. Sá einhverjar rákir inni í honum en datt ekki í hug að það væri málið. bíllinn varð bara verri eftir uppgerðina ef eitthvað var svo ég ákvað ég að kaupa nýjan caliper og var að setja hann í ... voilá, þetta var málið. 1 ári og örugglega 150k seinna er þetta loksins leyst.
Ég vildi sem sagt benda ykkur á þetta sem eruð með smá víbring hjá ykkur sem virðist koma aftur eftir að skipt er um diskana að þá er ekki ólíklegt að það þurfi að skipta um eða laga caliperinn. Kemur auðvitað líka til greina, það sem ég taldi upp hér fyrir ofan
Mikil gleði á mínu heimili í dag!
Þetta er reyndar ekki mynd frá því áðan, en vá hvað ég er búinn að taka þetta oft í sundur og setja saman!!! Halli takk fyrir öll góð ráð í gegnum síma!
