Í meginatriðum er munurinn sá að bensínið hjá AO, Orkunni, ÓB og Esso Express er ekki með hreinsiefnum eins og bensínið sem selt er á þjónustustöðvunum. Það ásamt minni umsetningu tryggir lægra verðið.
Annaðhvort ættir þú að taka 95 okt með bætiefnum, eða kaupa áfram hjá AO og bæta bætiefnunum sjálfur út í (einn brúsi kostar sirka 800 kall og dugar í nokkur skipti)). V-Power er svo með hærri oktantölu 99+ OG bestu bætiefnin sem fást í bensín í dag. Í UK heitir V-Power Optimax og hefur mikið verið skrifað um það, menn deila enn um aukinn kraft, en ekki er mikið deilt um hreinsieiginleika eldsneytisins.
EVO blaðið hefur mikið skrifað um Optimax og ég veit til þess að þeir nota það á alla prófunarbíla og finnst það ágætis meðmæli.
Sjálfur myndi ég aldrei setja óblandað bensín á minn bíl. Í mínum augum er það bara eins og að kaupa ódýrustu vélarolíuna sem ég er viss um að ENGIN gerir á þessu spjalli.
Það má líka kannski bæta því við að V-Power hefur kannski minnstu áhrifin á "normal" vélar en hreinsieiginleikarnir eru alltaf þeir sömu, ef bílvél er full af útfellingum og hefur aldrei notað hreinsiefni þá geta menn lent í "kransæðastíflum" um tíma meðan vélin er hreinsuð út.
Þetta er auglýsingaefni en í grófum dráttum eru þetta kostirnir við V-Power.
Ég hef skrifað um þetta í tugi skipta og ég hef prófað þetta í bak og fyrir og VEIT að þetta virkar sem skyldi, það má hinsvegar alveg deila um hvort þetta sé peninganna virði en þetta er án vafa besta bensín sem fæst á Íslandi fyrir fólksbíla.
http://www.smartsrus.com/What%20is%20Shell%20Optimax.doc