Vandamálið mitt hljómar svona (allavega eitt af mörgum

)
Annað stefnuljósið virkar ekki hjá mér, það er ekki sprungin pera og þetta er rétt tengt. Það kemur bara ekkert ljós,
NEMA þegar ég ýti á air condition takkann þá festist ljósið inni (blikkar ekki) þó svo ég sé ekki með stefnuljósin inni???
Ég myndi halda að jarðtenging væri orðin skítug eða eitthvað en ég er búinn að þrífa allar jarðtengingar sem ég fann. Rafmagn er ekki mitt sterkasta fag - svo ef eitthver hérna er góður í svoleiðis má hann láta ljós sitt skína
* Eru kannski eitthver relay eða öryggi sem stjórna þessu
Síðan er annað fyrst ég er byrjaður. Það er a/c dælan. Þegar ég kveikti á henni þá heyrðist svona leiðinlegt læti eins og það væri loft inná henni eða bara ekkert inná henni. Það hætti reyndar fljótlega en það kemur ekki mikill kuldi - er freonið ekki bara búið. Hver fyllir á svoleiðis???
Takk