A.H. wrote:
bíllinn minn er 1989 318i. Ég hef 2 lent í því á síðustu viku að bíllinn hefur ekki farið í gang. Hann startar, snýr en fer ekki í gang. Svo fer hann í gang circa hálftíma seinna eftir að ég hef reynt að starta nokkuð oft. Einnig hef ég orðið var við einhvers konar hökt einstaka sinnum þegar ég hef verið að keyra hann. Það lýsir sér þannig að það kemur eitt slag eða hökt í bílinn ef maður er bara að keyra hann venjulega.
í dag var ég svo að keyra og þá kom svona hökt í bílinn og strax aftur annað hökt og þá drap hann á sér. Hann fór svo í gang eftir kortér og þá gat ég keyrt hann heim. Ég er í stökustu vandræðum og óska eftir hjálp

ég held að það sé best að kíkja á það auðvelda, ertu búinn að að athuga kveikju lokið og hamarinn, ef það er í lagi athugaðu þá kertaþræðina og háspennu þráðinn, ef það er í lagi athugaðu þá bensín flæðið inn á vélina, þú ættir að geta fundið hvort það sé í lagi með því að taka kerti úr og starta, ( auðvitað með engan háspennu þráð tengdan) og ef það kemur bensín lykt er þetta líklega í order.
eh af þessu hlýtur að duga