Smá vesen í gangi - sérfræðingar óskast

Er að laga miðstöðvarelementið í E34 1991 sem er án loftkælingar. Það var lítið mál að rífa þetta í sundur en nú er ég alveg fastur.
Er kominn að plasthlífinni sem hylur litla vatnskassann en ég næ ekki að opna þetta til þess að sjá hvað er að leka.
Ég losaði allar smellur og svo tvær skrúfur og tvo 13mm bolta en ekkert af þessari plasthlíf haggast, nema hliðarnar fyrir hita í gólfið.
Ég er með Siemens element en allar leiðbeiningar sem ég finn á netinu sem eru nægilega nákvæmar eru með aðrar gerðir.
Nokkrar misgóðar myndir fylgja, með fyrirfram þökk.
Myndir:
https://imgur.com/a/3JPvF#0