Ég er með E87 118 2005 bíl, hef átt hann í 14 mánuði og hann hefur aldrei slegið feil púst né verið erfiður í gang, en svo á fimmtudeginum(var -13°)þegar að ég ætlaði að starta honum eftir nóttina þá var hann erfiður í gang en náði að fara í gang eftir 2 tilraunir, En svo í gærmorgun þegar ég ætlaði að kveikja á honum þá gerðist ekki neitt, vélin snérist ekki en það heyrist klikk, ég er búin að mæla geymirinn og það er ekkert að honum, hlóð hann til öryggis yfir síðustu nótt en það breytti engu. Er farin að halda að þetta sé startarinn eða mögulega eitthvað relay/skynjari eða eitthvað, veit ekki alveg, en er ekki skrítið ef að startarinn gefur sig bara allt í einu? hann hefur aldrei verið leiðinlegur.
Vildi bara fá einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að og hvort að einhver hafi lent í þessu
_________________ BMW E53 X5 03' BMW E46 318 00' BMW E87 118 05' (seldur) BMW E46 328 98' (seldur) BMW E36 316 94' (seldur) BMW E39 540 97' (seldur) BMW E34 525ia 94' (seldur)
|