Ég ætlaði einmitt að kaupa 320i og losa mig við 316i sem ég á, en svo sá ég að sá 320i sem ég ætlaði að kaupa var ekkert nema fjarska fallegur, á meðan minn er ljótur úr fjarlægð líka

En bara lakkið, mislitur og gamalt lakk, samt solid málmur allstaðar, hvergi ryðgat eða neitt.
Ákvað þess vegna að halda mínum 316i og kannski converta honum í eitthvað betra seinna.
En til að svara spurningu OP, þá þarftu auðvitað annað vélarrafkerfi, aðra vélartölvu, gírkassa og drifskapt.
Síðan er eitt og annað sem gæti þurft að eiga við í vélarsalnum. Ef þú ert t.d. með M42 eða M43 bíl þá er forðabúrið fyrir stýrið boltað á brakket á klessubitanum og þú þarft að fjarlægja það til að koma 6cyl vél fyrir. Síðan er líka brakket fyrir háspennukeflin á öðrum demparaturninum, en það er ekkert möst að fjarlægja það þar sem það er ekki fyrir neinu í 6-cyl.
Að sama skapi ef þú ert með M40 bíl þá eru hvorug brakketin til staðar og þú ættir þá ekkert að þurfa að eiga við vélarsalinn.