ef dekkin eru að hoppa í enda spóls þá geta dempararnir verið orðnir lélegir, en svona hopp fer mjöög ílla með drifið.
það finnst öllum gaman að leika sér á bílum en eftir smá stund þá hætta menn þessu því þeir nenna ekki að standa í veseninu að leita að varahlutum og skipta um þá. þannig ef þú ætlar að leika þér á þessu gerðu það þá í rigningu á tómu plani. það reynir minna á allt og fer "betur" með bílinn.
p.s þetta með kúplinguna þá verður bara að skipta um hana það er ekkert hægt að gera í því.
(eitt eða annað smáatriði sem getur verið að orsaka það að hún sé lengi að tengja aftur (ýtir á pedal þá slítur hún, sleppir pedal þá tengir hún aftur saman vél og kassa) en þessi smáatriði eru ekki að bila í svona nýlegum bíl þannig ég nenni ekki að nefna þau, þannig þetta er að öllum líkindum kúplingin sjálf.