Sælir! Keypti nýlega 545i sem ég er að fíla í botn.
Var að skoða einhverskonar pústkerfi frá Magnaflow eða Eisenmann til að fá hljóð sem samræmist kraftinum meira. Sá svo einhver myndbönd á Youtube þar sem menn tóku bara hljóðkútinn (muffler delete) og fannst það koma drulluflott út án þess að kosta mikið.
Hafa menn einhverja reynslu af þessu? Hvar væri best að gera þetta? Ca. verð? Kemst hann í gegnum skoðun án hljóðkúts? Og svo mikilvægast, er þetta mikill hávaði sem kemur frá þessu við venjulegan akstur? Vil aðallega að hann fái að öskra þegar maður snýr vélinni, en er minna fyrir að vekja nágrannana þegar maður kemur heim á nóttinni.
Kannski full tæknilægt akkúrat þessi týpa, en það er langtímaplan að fá sér ventil sem er hægt að opna og loka, sjá video. Ég held að ég myndi aldrei tíma að skera hljóðkút af E60.
Það á bara ekki að eiga við orginal pústkerfin , þetta kostar algjörlega skildingin og efnið eftir því. Hrikalegt þegar menn eru að gluða einhverju rörum gerðum úr sokknum Toyotum og splæsa inní orginal pústkerfin. En hvað vantar þig meira hljóð , 545i er meira að segja með ventil á aftasta kútnum sem opnar meira á botngjöf og að mínu viti bara flott hljóð í 545i.
Users browsing this forum: No registered users and 19 guests
You cannot post new topics in this forum You cannot reply to topics in this forum You cannot edit your posts in this forum You cannot delete your posts in this forum