bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 22:08

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
 Post subject: Muffler delete 545i
PostPosted: Wed 21. Aug 2013 01:19 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 04. May 2013 12:42
Posts: 5
Sælir!
Keypti nýlega 545i sem ég er að fíla í botn.

Var að skoða einhverskonar pústkerfi frá Magnaflow eða Eisenmann til að fá hljóð sem samræmist kraftinum meira. Sá svo einhver myndbönd á Youtube þar sem menn tóku bara hljóðkútinn (muffler delete) og fannst það koma drulluflott út án þess að kosta mikið.


Hafa menn einhverja reynslu af þessu? Hvar væri best að gera þetta? Ca. verð?
Kemst hann í gegnum skoðun án hljóðkúts?
Og svo mikilvægast, er þetta mikill hávaði sem kemur frá þessu við venjulegan akstur? Vil aðallega að hann fái að öskra þegar maður snýr vélinni, en er minna fyrir að vekja nágrannana þegar maður kemur heim á nóttinni.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Muffler delete 545i
PostPosted: Wed 21. Aug 2013 02:47 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. May 2013 18:14
Posts: 352
Kannski full tæknilægt akkúrat þessi týpa, en það er langtímaplan að fá sér ventil sem er hægt að opna og loka, sjá video.
Ég held að ég myndi aldrei tíma að skera hljóðkút af E60.


_________________
Image E39 535i 1996 (seldur)
Image E34 525i 1992 (seldur)
Image E34 525i 1991 (daily)

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Muffler delete 545i
PostPosted: Wed 21. Aug 2013 22:03 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Það á bara ekki að eiga við orginal pústkerfin , þetta kostar algjörlega skildingin og efnið eftir því.
Hrikalegt þegar menn eru að gluða einhverju rörum gerðum úr sokknum Toyotum og splæsa inní orginal pústkerfin.
En hvað vantar þig meira hljóð , 545i er meira að segja með ventil á aftasta kútnum sem opnar meira á botngjöf og að mínu viti bara flott hljóð í 545i.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Muffler delete 545i
PostPosted: Wed 21. Aug 2013 22:20 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 12. Feb 2011 19:11
Posts: 24
prufaðu bara að taka öftustu kútana af það er auðvelt að setja þá aftur undir held að þú verðir fljótur að setja þá aftur undir
Image

_________________
BMW 545ia
Can am renegade 800


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Muffler delete 545i
PostPosted: Wed 21. Aug 2013 22:25 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Það er ekkert hægt að taka öftustu kútana. Kerfið er heilt fram að afgasgrein.
Myndin sem þú póstar er af viðgerðasetti ef þarf að skipta um hljóðkút.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Muffler delete 545i
PostPosted: Wed 21. Aug 2013 23:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Gerði einmitt muffler delete á 540i í sumar :D



Túbur í staðinn fyrir hvarfa (because I can 8) ) og tvö 2.25" rör í staðinn fyrir endakút.

Sleppur svosem á sumarbíl, en ég á pottþétt eftir að kaupa almennilegt kerfi undir hann í framtíðinni. Þetta er bara of hávært á krúsinu.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group