Þetta endaði sem smá ævintýri. Það var einn hérna á þræðinum sem bauðst til að hjálpa mér og fór í að skipta um kerti sem leysti ekki neitt. Þá fór ég með hann í umboðið til þess að láta lesa af honum og þeir fundu lítið, vildu kenna sjálfskiptingunni um og fóru í að endurforrita hana. Á endanum fór ég með hann í Eðalbíla og þeir fundu út úr þessu ansi fljótt. Hér er um að ræða slit á sem hét knastás í gamla daga og heitir eflaust enn

(mann bara ekki hvað þeir hjá Eðalbílum kölluðu það). Það er komið smá slit þannig 2 ventlar voru aðeins off á tíma - þeir stilltu og bíllinn hefur verið fínn síðan. Varðandi eyðsluna þá hef ég ekki mælt á gamla mátann aðeins notast við tölvuna en eyðslan hefur dottið niður í sumar, er ca 15 í bænum.