bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 22:29

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 18. Jul 2012 17:28 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 18. Jul 2012 17:17
Posts: 7
Ég var að eignast minn fyrsta BMW, festi kaup á 2004 X5 4.4. Ég fór að taka eftir því að hann hikstar eða öllu heldur hikar stundum þegar tekið er af stað. Hann virðist ganga vel í hægagangi en þegar tekið er af stað eða snúningur aukin frá undir 1000 rpm þá hikar hann og ég þarf að gefa aðeins meira inn svo hann tak við sér. T.d. þegar maður keyrir niður laugaveginn og lætur hann idla í drive þá hikstar hann þegar maður gefur örlítið inn en þegar meira er gefið inn þá virkar hann fínt.

Hefur einhver lent í svipuðu? Ég er búinn að láta setja hann í samband við tölvu en ekkert kemur fram.

Allar hugmyndir vel þegnar.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 18. Jul 2012 19:10 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Hvert fór hann í tölvu?
Hvernig er eyðslan?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 19. Jul 2012 00:00 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 18. Jul 2012 17:17
Posts: 7
Ég fór með hann til þeirra hjá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur. Hann er að eyða 16 - 17 innanbæjar en hann fer niður í 14.5 í lang-keyrslu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 19. Jul 2012 00:13 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 25. Oct 2006 12:31
Posts: 245
Það sem mér dettur í hug er bensínsía, bensíndæla eða knastásskynjari. Ég myndi fara með hann til eðalbíla og láta þá lesa af honum.

_________________
540iA e34 - seldur
330Ci e46 - seldur - RIP 2013 hefði aldrei átt að selja :(
540iA e39 - seldur - RIP 2012


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 23. Jul 2012 21:32 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 07. Apr 2008 19:43
Posts: 962
hugsanlega olia í kertagötunum!

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 23. Jul 2012 22:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 14. Dec 2005 19:56
Posts: 9115
Location: Breiðholt, Reykjavík
Jébb, lekar ventlalokspakkningar er algeng orsök fyrir svona hiksti sem einmitt stafar af olíu í kertagötunum og þá fara háspennukeflin að neista út í olíuna og vélin fer að missa úr. :thup:


Annars get ég kíkt á þetta fyrir þig ef þú villt. 695-7205

_________________
Axel Jóhann Helgason. S. 695-7205


E34 Touring
Musso 2.9TDi

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 25. Jul 2012 23:58 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 18. Jul 2012 17:17
Posts: 7
Er það þá meiriháttar viðgerð?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 26. Jul 2012 00:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 14. Dec 2005 19:56
Posts: 9115
Location: Breiðholt, Reykjavík
ef þetta eru ventlalokspakkningar þá skal ég græja þetta fyrir þig fyrir 15.000kr, að skipta um þær + varahlutakostnað. :thup:

_________________
Axel Jóhann Helgason. S. 695-7205


E34 Touring
Musso 2.9TDi

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Aug 2013 20:49 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 11. Aug 2011 01:58
Posts: 23
StefanS wrote:
Ég fór með hann til þeirra hjá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur. Hann er að eyða 16 - 17 innanbæjar en hann fer niður í 14.5 í lang-keyrslu.


Hmm.. áhugavert. Bíllinn hjá mér er að eyða ca. 14-15 innabæjar og um 11 á langkeyrslu.. og ekki keyri ég í neinum sparakstri langt í frá. Hefði þá ekki keypt mér svona bíl :)

En hvernig fór þetta hjá þér?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Aug 2013 21:09 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 18. Jul 2012 17:17
Posts: 7
Þetta endaði sem smá ævintýri. Það var einn hérna á þræðinum sem bauðst til að hjálpa mér og fór í að skipta um kerti sem leysti ekki neitt. Þá fór ég með hann í umboðið til þess að láta lesa af honum og þeir fundu lítið, vildu kenna sjálfskiptingunni um og fóru í að endurforrita hana. Á endanum fór ég með hann í Eðalbíla og þeir fundu út úr þessu ansi fljótt. Hér er um að ræða slit á sem hét knastás í gamla daga og heitir eflaust enn :P (mann bara ekki hvað þeir hjá Eðalbílum kölluðu það). Það er komið smá slit þannig 2 ventlar voru aðeins off á tíma - þeir stilltu og bíllinn hefur verið fínn síðan. Varðandi eyðsluna þá hef ég ekki mælt á gamla mátann aðeins notast við tölvuna en eyðslan hefur dottið niður í sumar, er ca 15 í bænum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group