Sælir kæru Kraftsmenn,
ég lenti í því óláni að skottlokið hjá mér læstist, það atvikast þannig að það er reynt að opna skottið þegar það er læst, en svo aflæsi ég bílnum og þá opnast skottið, því er svo lokað, nema hvað þegar ég ek af stað þá fæ ég aðvörun um að skottið sé opið, ég fer út og loka því sjálfur, en sé að það skoppar upp og það er ennþá opið, ég prufa að fikta eitthvað í þessu og reyni að loka aftur en það gengur ekkert, þá prufa ég að ýta á takkann og þá kemur sama hljóð og þegar maður opnar það svona "dlink" og ég loka því og það lokast loksins, svo klára ég ferðina en þegar ég kem heim og ætla að taka úr skottinu þá er það læst. Ég prufa takkann á lyklinum, prufa lykilinn sjálfann í skránna og held ég sé búinn að prufa allt, en ekkert gengur.
Þegar ég skoða Google þá er mest talað um þennan "Valet Switch" og að hann sé læstur, en þar sem hann er ekki til staðar á mínum bíl þá leyfi ég mér að útiloka þann möguleika. Búinn að prufa að þrýsta lyklinum inn þegar ég set hann í skrána, búinn að þrýsta á rofann og snúa lyklinum á sama tíma, takkinn á fjarstýringunni virkar ekki, þegar ég ýti á takkann á skottlokinu sjálfur þá heyrist einsog hann reyni að opna en opnast ekki. Ég hef velt því fyrir mér að þetta sé öryggi en þar sem hann virðist reyna að opna þá leyfi ég mér að efast um það. Ekki má gleyma að minnast á það að það er ekki innangengt úr bílnum og í skottið.
Með fyrirfram þökk um góð svör Davíð
|