Eftir símtal frá meistaranum í gær lítur út fyrir að þetta sé ekki bara vandamál með olíuhitamælinn heldur líka vatnshitamælinn fyrir bælaborðið. Það eru tveir vatnshitaskynjarar hjá mér. Annar fer í ECU, hinn í mælaborðið.
Sá sem fer í ECU er með ~5volt stöðug úr tenginu þegar ég svissa á Sá sem fer í mælaborðið er einungis með ~3.3volt í tenginu þegar ég er með svissað á, en á að vera ~5.0volt Auk þess mældi ég olíuhitamælistengið, það á að vera ~12.0volt með svissað á, en sýnir aðeins ~11 volt.
Ég er búinn að rekja mig upp í stóra tengið hjá öryggjaboxinu en þetta fer lengra en þangað. Næst er að kíkja á mælaborðið.
Vonandi er þetta bara eitthvað einfalt eins go laust tengi, vonandi ekki ónýt plata í mælaborðinu.
_________________
E36 M3GTtt
|