bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 22:11

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
 Post subject: Olía í Bmw 320 e90
PostPosted: Sun 16. Jun 2013 15:20 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Mon 10. Nov 2003 01:11
Posts: 495
Location: Honolulu, Hawaii
Daginn

Geti þið sagt mer hvernig olía er i e90 320 bmw, og hvar ég gæti mögulega fengið hana í dag?

_________________
E90 320i '06

birkire wrote:
4 door þristar... LEIM


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Olía í Bmw 320 e90
PostPosted: Sun 16. Jun 2013 21:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5217
Location: HérogÞarogAllstaðar
Image

N1 til dæmis

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Olía í Bmw 320 e90
PostPosted: Mon 17. Jun 2013 21:58 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 28. Jul 2011 13:34
Posts: 52
sé að þetta er sama olía og er notuð á marga VAG bíla, svokölluð langtíma olía, þekki ekki með BMW hvort þeir leyfi að 30þkm á milli olíuskipta einsog VAG bílar voru með en það er amk löngu búið að draga í land með þessi löngu "interval", vélarnar hrynja eftir jafnvel minna en 100þkm.

í dag er mælt með því að skipta um olíu á þessum vélum ca 5-15þkm fresti (eftir akstursmáta) svo þær endist eitthvað.

vélar í BMW hafa gott orðspor fyrir endingu (og hátt varahlutaverð) svo það að spara við sig nokkra þúsundkalla á ári í olíu er enginn sparnaður enda er bíll með flotta smurbók meira virði en sá með gloppótta smurbók þegar að sölu kemur.

:thup:

_________________
Jón Ingi
s. 692 1212


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Olía í Bmw 320 e90
PostPosted: Tue 18. Jun 2013 13:57 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
Navigator wrote:
í dag er mælt með því að skipta um olíu á þessum vélum ca 5-15þkm fresti (eftir akstursmáta) svo þær endist eitthvað.


Það eru ekki allir sammála þér.


https://en.wikipedia.org/wiki/3,000_mile_myth
http://www.nytimes.com/2010/09/11/your- ... d=all&_r=0
http://business.time.com/2009/09/08/the ... ange-myth/

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Olía í Bmw 320 e90
PostPosted: Thu 20. Jun 2013 23:14 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 28. Jul 2011 13:34
Posts: 52
ppp wrote:
Navigator wrote:
í dag er mælt með því að skipta um olíu á þessum vélum ca 5-15þkm fresti (eftir akstursmáta) svo þær endist eitthvað.


Það eru ekki allir sammála þér.


https://en.wikipedia.org/wiki/3,000_mile_myth
http://www.nytimes.com/2010/09/11/your- ... d=all&_r=0
http://business.time.com/2009/09/08/the ... ange-myth/


nei, því býst maður nú aldrei við :lol:
auðvitað er öllum velkomið að hafa sína skoðun á hverju sem er (og hversu heimskuleg sem skoðunin er) ;)

ef þú lest innleggið mitt þá stendur (eftir akstursmáta) sem gæti útlagst sem svo:

ef bílnum er ekið stuttar vegalengdir köldum ættu 5þkm við en langkeyrsla eða leigubílaakstur (alltaf heitir) gætu15þkm átt við.

sjálfur vinn ég á verkstæði og ef bíllinn er mikið ekinn set ég miða með olíuskiptum eftir 5-6þkm en ef bíllinn er nýlegur eða lítið ekinn er það svona 7-10þkm þannig að varinn er hafður á, það kostar aðeins meira að taka upp vél (500þkr +) en skipta um olíu þónokkrum sinnum.

konubílnum (bensín) á heimilinu er ekið mjög stutt = skipti um olíu á 5þkm fresti.

díselbílnum mínum er ekið miklu lengra og í öllum lengri ferðum = skipti um olíu á 7þkm fresti.

og svona smá fróðleikur; það að sækja sér greinar úr erlendum dagblöðum (ekki einu sinni tækni eða bílablöðum) og heimfæra á Ísland er í besta falli kjánalegt, það vita það klárir vélamenn að almennt endast vélar mun lengur þess jafnara og betra sem umhverfishitastigið er (vélin er þéttari, sneggri að ná vinnuhita og olían fyrr heit) svo ef þetta "3000 mile myth" hefði eitthvað sannleikskorn væri það mun sannleiksríkara hér á landi þar sem akstur er að jafnaði mun styttri og umhverfishitastigið lægra en t.d. frá þessu NYtimes og businesstime, amerísk dagblöð eru ekki íslenskur vélaveruleiki.

Gluggaðu aðeins í þessa þræði vinur minn og komdu svo með flott feedback :)

þetta eru tenglar á olíuframleiðendur, seljendur, eigendaklúbbur, véltæknifræðing og síðast en ekki síst nýlegur linkur
frá Volkswagen þar sem getið er um 15þkm interval á olíuskiptum.

http://www.dubwerx.com/oil-changes/

http://www.leoemm.com/brotajarn13.htm

http://www.vw.ca/en/tools/navigation/fo ... rvals.html

http://volkswagenownersclub.com/vw/arch ... 10491.html

http://forums.tdiclub.com/showthread.php?t=324196

http://www.leoemm.com/brotajarn26.htm

http://www.blauparts.com/vw-oil-change/ ... geinterval

http://www.max1.is/Pages/940?NewsID=2125

http://www.biljofur.is/smurthjonusta

http://www.leoemm.com/brotajarn19.htm

_________________
Jón Ingi
s. 692 1212


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Olía í Bmw 320 e90
PostPosted: Fri 21. Jun 2013 00:02 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
Eina sem ég sagði er að það eru stórir playerar þarna úti sem segja að þetta 3000 mile oil dæmi sé alltof, alltof grimmt, og engir kallar á Volkswagen spjallborði eru að fara breyta því. Og já, smurstöðvar og sum dealerships mæla eflaust með örstuttum oil change intervals, bara alveg eins og Vífilfell mælir með Kóki allar hátíðar. :P

Dealerships eru nú bara held ég nákvæmlega ekkert að marka í þessu, enda eru líka til önnnur dealerships hinumegin á skalanum, sem mæla með alveg ótrúlega löngum intervals.





Hinsvegar er alltaf áhugavert samt að lesa eftir hann Leó, þannig að takk fyrir að linka það. En þar segir samt m.a.:
Quote:
Starfsmaður bílaleigu sem notar Octavia 1.9 tdi. segir mér að fljótlega eftir að þeir byrjuðu með bílana hafi komið í ljós að við fyrstu olíuskipti í 25 - 30þ km hafi sían reynst alveg samanskroppin og full af sóti. Þeir hafi því breytt smurolíuskiptatímanum í 15 þús. km.

Það er auðvitað himin og haf á milli 5,000 og 15,000km, en það er kannski vegna þess að bílaleigubílarnir eru almennt keyrðir í margar klst í einu? Ég veit ekki.

Eins og ég segi ég vinn ekki á verkstæði, og hvað þá verkstæði sem prófar og heldur skrá yfir hversu góð olían er á bílum sem koma í olíuskipti (því það er ekki hægt að segja til um líf olíunar bara út frá litnum, og margar díselvélar sérstaklega lita olíur svartar bara á fyrstu kílómetrunum) -- þannig að það er erfitt fyrir mig að segja.

En ég er að fara í 10k olíuskipti bráðum (með olíu sem "á" að endast miklu lengur, nota bene), þannig að ég kannski mæti bara með dollu og fæ þá til að sletta smá af notuðu olíunni í hana, og tek með mér heim og ber saman við glænýja.

Það væri allavega fróðlegt held ég.

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Olía í Bmw 320 e90
PostPosted: Sat 22. Jun 2013 13:52 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 28. Jul 2011 13:34
Posts: 52
þetta eru góðar pælingar, væri gaman að taka pott af gamallri olíu og bera saman við nýja en veit svosem ekki hvernig við ættum að fá óyggjandi niðurstöður nema gamla olían væri orðin ógeðsleg, þú segir réttilega að smurolían á dieselvélum verður svört á skammri stundu og svo lítið er að marka litinn á smurolíu úr dieselvél, þá kemur þykktin (rennslið/seigjan) og mér var einhverntíman kennt að bleyta (í olíunni) þumal og vísifingur og sjá hvað það tæki langa vegalengd að slíta olíufilmuna, það gæfi seigjuna til kynna að bera saman við nýja olíu af þekktri seigju en svo á móti kemur sót í gamla olíu og sótið (hversu svartur fingurinn verður og erfitt að ná því af) þykkir aftur olíuna svo t.d. rennslismæling er ekki nákvæmur mælikvarði á seigjuna sem aftur mælikvarða á ástand olíunnar.

en einsog þú segir "stórir playerar" er ég ekki alveg að skilja hvað þú átt við, ég las greinarnar og þetta er amk að mínu mati, ofureinföldun á stórri spurningu, svarið er miklu nær að vera "eftir ástandi vélar, akstursmáta og veðurfari" heldur en bara einhver x-tala.

en ég hef ekki séð lengri interval en 15þkm, þegar ég gúglaði upp linkana í fyrri póstinum las ég yfir bæði þá linka og fleiri en sá hvergi lengra interval en 30þkm (og þá tekið fram "allt að 30þkm" sem vélartölva fylgdist með svipað og í nýlegri BMW o.fl) sem var gamall póstur frá Heklu og sem er búið að stytta í 15þkm sbr. link í fyrri pósti enda finnst mér að veðurfar og aksturmáti flestra (stuttar vegalengdir/köld vél) hérna á klakanum gefa ástæðu til að stytta þessi meðmæli framleiðenda talsvert enda eru helstu ástæður fyrir rýrnun smurolíu blástur afgass niður með bullu og slíf meðan vélin er að ná upp vinnuhita, hef lesið af vini okkar leoemm (blessuð sé minning hans) og kennara vélskólans að um 80-90% af sliti vélar (að jafnaði) sé meðan hún er að ná vinnuhita enda eru flestar ef ekki allar stærri vélar (í skipum, orkuverum, varaaflstöðvar OR o.fl) með forhitun, það er einfaldlega ekki hægt að setja þær í gang fyrr en kælivatnshiti er ca 60-65°C.

smá innskot; helsta ástæða þess að framleiðendur hafa gefið upp lengri interval milli olíuskipta á nýrri bílum er ekki snaraukin gæði olíunnar heldur bætt eldsneytisinnsprautun, common-rail og (alvöru) bein innspýting á ottovélum (og fleiri véltæknileg atriði) hafa minnkað sótmyndun svo minna óbrennt afgas kemst í sveifarhúsið í olíuna.

persónulega skoða ég litinn á olíunni og finn lyktina, hvort sé brunalykt eða eitthvað óeðlilegt við olíuna, svo skiptir maður ef spurning er um ástand hennar, líf vélarinnar hangir á ástandi olíunnar og meðferðinni/akstursmáta.

á skipum og stærri olíunotendum eru framkvæmdar olíurannsóknir, bæði á smurolíu og eldsneytisolíu en það er bæði dýrt og tímafrekt þó séu til "kit" sem geta t.d. fundið pH-gildi, vatnsinnihald, seigju og eflaust fleira.

ég skipti um allar olíur, vökva og síur á Musso síðustu helgi, kostaði mig rúmar 30þkr og það er bara þannig, að fara vel með hlutina sína held ég borgi sig alltaf.

9,5l 5W/30 á vél (6þkm síðan síðast)
bætiefni (Wynn´s) á vél
smursía vél
gasolíusía
loftsía
olía á vökvastýri
olíu á bæði drifin
olía á millikassa
olía á gírkassa
vökva á bremsur
vökva á kúplingu
smurði í koppa á liðum og sköptum

samtals 25þkr fyrir smurolíur og vökva
rúmar 7þkr fyrir síur
(þetta eru reyndar innanhússverð gegnum verkstæðið og engin vinnulaun svo þessi pakki gæti kostað talsvert meira "út úr búð")

það var kannski óþarfi að skipta um á framdrifi og millikassa (það eru lokur á hjólnöfum svo bíllinn er 99% tímans í afturdrifi eingöngu) en bíllinn var ekinn akkurat 100þkm svo maður bara kláraði pakkann fyrst hann var kominn uppá lyftu ;)

ef ég væri ógurlega duglegur myndi ég setja a) Olíubókina, b) Skiljun og c) Brennsluefni hérna inn, ágætislesning þó séu hundgamlar skruddur (kennslubækur í vélskólanum).

_________________
Jón Ingi
s. 692 1212


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Olía í Bmw 320 e90
PostPosted: Sat 22. Jun 2013 23:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ef þú reyndir að keyra E90 320 með N46 30þús á sömu olíuni myndiru bræða úr honum,


en það hefði ekkert með tegund eða eiginleika olíunar, heldur væri hún löngu lekinn af bílnum :)

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Olía í Bmw 320 e90
PostPosted: Sun 23. Jun 2013 10:21 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 28. Jul 2011 13:34
Posts: 52
já, vél án olíu er dauðadæmd !

fyrir nokkrum árum vorum við að skrúfa saman V6 vél úr Pajero, man ekki af hverju hún smurði ekki en hún var búin að ganga í svona 3 mínútur max og það voru komin skelfileg hljóð, knastásarnir náðu að rífa sig, veit ekki með kjallarann :?

rámar í að rokkerarmaásinn (sem rokkerarmarnarnir velta um) hafi verið skrúfaðir vitlaust á.....

bróðir minn á akkurat 318i með N46, mér skilst að það sé mælt með olíuskiptum á 5þkm fresti vegna ýmissa vandamála og við gerum það, of dýrt grín að spara sér 5þkr á ári í olíu !

en mér hefur fundist ansi margir bíleigendur bara bíða eftir gaumljósi í mælaborði áður en húddið er opnað, olíustaða og/eða ástand olíunnar á sumum vélum hefur verið sorglegt, margar tímakeðjur/sleðar sem hafa farið að skrölta og jafnvel slitna/festast vegna bágs ástands olíunnar með tilheyrandi dýrum viðgerðum.

_________________
Jón Ingi
s. 692 1212


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 12 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group