þetta eru góðar pælingar, væri gaman að taka pott af gamallri olíu og bera saman við nýja en veit svosem ekki hvernig við ættum að fá óyggjandi niðurstöður nema gamla olían væri orðin ógeðsleg, þú segir réttilega að smurolían á dieselvélum verður svört á skammri stundu og svo lítið er að marka litinn á smurolíu úr dieselvél, þá kemur þykktin (rennslið/seigjan) og mér var einhverntíman kennt að bleyta (í olíunni) þumal og vísifingur og sjá hvað það tæki langa vegalengd að slíta olíufilmuna, það gæfi seigjuna til kynna að bera saman við nýja olíu af þekktri seigju en svo á móti kemur sót í gamla olíu og sótið (hversu svartur fingurinn verður og erfitt að ná því af) þykkir aftur olíuna svo t.d. rennslismæling er ekki nákvæmur mælikvarði á seigjuna sem aftur mælikvarða á ástand olíunnar.
en einsog þú segir "stórir playerar" er ég ekki alveg að skilja hvað þú átt við, ég las greinarnar og þetta er amk að mínu mati, ofureinföldun á stórri spurningu, svarið er miklu nær að vera "eftir ástandi vélar, akstursmáta og veðurfari" heldur en bara einhver x-tala.
en ég hef ekki séð lengri interval en 15þkm, þegar ég gúglaði upp linkana í fyrri póstinum las ég yfir bæði þá linka og fleiri en sá hvergi lengra interval en 30þkm (og þá tekið fram "allt að 30þkm" sem vélartölva fylgdist með svipað og í nýlegri BMW o.fl) sem var gamall póstur frá Heklu og sem er búið að stytta í 15þkm sbr. link í fyrri pósti enda finnst mér að veðurfar og aksturmáti flestra (stuttar vegalengdir/köld vél) hérna á klakanum gefa ástæðu til að stytta þessi meðmæli framleiðenda talsvert enda eru helstu ástæður fyrir rýrnun smurolíu blástur afgass niður með bullu og slíf meðan vélin er að ná upp vinnuhita, hef lesið af vini okkar leoemm (blessuð sé minning hans) og kennara vélskólans að um 80-90% af sliti vélar (að jafnaði) sé meðan hún er að ná vinnuhita enda eru flestar ef ekki allar stærri vélar (í skipum, orkuverum, varaaflstöðvar OR o.fl) með forhitun, það er einfaldlega ekki hægt að setja þær í gang fyrr en kælivatnshiti er ca 60-65°C.
smá innskot; helsta ástæða þess að framleiðendur hafa gefið upp lengri interval milli olíuskipta á nýrri bílum er ekki snaraukin gæði olíunnar heldur bætt eldsneytisinnsprautun, common-rail og (alvöru) bein innspýting á ottovélum (og fleiri véltæknileg atriði) hafa minnkað sótmyndun svo minna óbrennt afgas kemst í sveifarhúsið í olíuna.
persónulega skoða ég litinn á olíunni og finn lyktina, hvort sé brunalykt eða eitthvað óeðlilegt við olíuna, svo skiptir maður ef spurning er um ástand hennar, líf vélarinnar hangir á ástandi olíunnar og meðferðinni/akstursmáta.
á skipum og stærri olíunotendum eru framkvæmdar olíurannsóknir, bæði á smurolíu og eldsneytisolíu en það er bæði dýrt og tímafrekt þó séu til "kit" sem geta t.d. fundið pH-gildi, vatnsinnihald, seigju og eflaust fleira.
ég skipti um allar olíur, vökva og síur á Musso síðustu helgi, kostaði mig rúmar 30þkr og það er bara þannig, að fara vel með hlutina sína held ég borgi sig alltaf.
9,5l 5W/30 á vél (6þkm síðan síðast)
bætiefni (Wynn´s) á vél
smursía vél
gasolíusía
loftsía
olía á vökvastýri
olíu á bæði drifin
olía á millikassa
olía á gírkassa
vökva á bremsur
vökva á kúplingu
smurði í koppa á liðum og sköptum
samtals 25þkr fyrir smurolíur og vökva
rúmar 7þkr fyrir síur
(þetta eru reyndar innanhússverð gegnum verkstæðið og engin vinnulaun svo þessi pakki gæti kostað talsvert meira "út úr búð")
það var kannski óþarfi að skipta um á framdrifi og millikassa (það eru lokur á hjólnöfum svo bíllinn er 99% tímans í afturdrifi eingöngu) en bíllinn var ekinn akkurat 100þkm svo maður bara kláraði pakkann fyrst hann var kominn uppá lyftu

ef ég væri ógurlega duglegur myndi ég setja a) Olíubókina, b) Skiljun og c) Brennsluefni hérna inn, ágætislesning þó séu hundgamlar skruddur (kennslubækur í vélskólanum).