það eru til orginal M/sportfjöðrun sem er töluvert lægri en orginallin, en ennþá mjög þægilegir
ef þú villt halda mýkt í bílnum þá skaltu skoða gorma, ég hef sjálfur verið að leyta af góðri fjöðrun í minn og séð að það eru nokkrir af þessum helstu framleiðendum (H&R, bilstein,KW og flr) sem bjóða upp á mis stífa gorma,
eitt sem ég hef varast orðið er að taka of mikið mark á hvað mönnum á erlendu spjallborðunum finnst um ride qualaty, þeir virðast ekki vera á alveg sömu vegunum og við og hrósa oft set-up um sem eru síðan alveg glerhörð og leiðinleg á okkar vegum, við erum sjaldnast með alvöru malbik hérna nema rétt innan borgarmarkana, og mjög stíf fjöðrun og þá sérstaklega coiloverar eiga það til að leiða gróft yfirborð mjög mikið í gegnum bílinn og upp í stýrið.
athugaðu líka að ef þú ferð í mun lægri gorma þá þarftu að fá þér dempara með í réttri hæð fyrir gormana, annars genguru mjög hratt frá orginal dempurunum og bíllinn byrjar að skoppa á veginum.
ég hef verið að skoða gorma/dempara set up í minn á 700-1500$ úti.
_________________ M.benz E320 Family Wagon Chevrolet Silverado vinnujálkur Chevrolet Silverado skúrajálkur Cadillac eldorado 1973, ísbíll
|