Sæl öll, ég hef ekki skrifað hér áður ee ákvað að láta á það reyna hvort svar við vandamáli mínu finnist á Íslandinu.
Þannig er að ég er með E36 bíl árgerð 1994 og var hann upphaflega 316i en ég skipti um mótor þar sem sá fyrri gaf sig og setti 318is mótor í staðin út 1995 bíl. Frábærar breytingar hvað kraft varðar og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.
Svo byrjar smá vandamál, núna rétt fyrir jólinn er ég að bakka út úr innkeyrsluni og hálfa leið út þá dó bíllinn og vildi ekki í gang aftur. Þar sem ég var á leið til Íslands yfir jólinn (er búsettur í Danmörk) þá ákvað ég að láta þetta bíða þar til ég kæmi til baka, nú er ég kominn og vandamálið er ennþá......

Það lýsir sér svona, engin straumur kemur að bensín pumpuni, ég er búinn að beintengja hana og hún er í lagi (við beintengingu þá fer bíllinn í gang og allt virkar), öryggið er í lagi (Fuse nr. 18 (15A)) en engin straumur á því við mælingu, Fuel pump relayið er í lagi og Engine control relay (bæði testuð í öðrum bíl). Straumleiðningin frá öryggja boxt og að pumpu er í lagi en samt er engin straumur á pumpuna.
Er eitthver sem hefur lent í svipuðu ???
Bestu kveðjur frá Danmörk.
Hörður Helgason