Mig vantaði miðjuhringi til þess að setja felgur með 74mm innanmál á bíl "sem vill" felgur með 72,5mm í innanmál. Þ.e. e39 felgur á e34/e32. Ég fór í fyrirtæki sem heitir Renniverkstæði Ægis, Lynghálsi 11, 110 Rvk. En þeir smíða svona hringi í einhverju magni m.a. fyrir Hjólbarðahöllina. Uppgefið verð var 400-500kr pr stk og þeir gátu klárað þetta samdægurs. Ég kom daginn eftir og hringirnir voru tilbúnir og þeir vildu 1000kr fyrir alla fjóra hringina.
Ég var mjög sáttur og gekk út með bros á vör. Veit ekki hvort þeir voru í svona góðu skapi eða hvað en þetta er góð þjónusta.
B&L eru víst að selja þessa hringi (4 stk) á 3000 kr með Kraftsafslætti
Ég vil taka það fram að ég tengist þessu fyrirtæki ekki á neinn hátt og hef ekki neina hagsmuni af þessum pósti bara að benda mönnum á þessu þjónustu.