Ég setti 8x17" undir E36 coupé. Ég ákvað að taka sömu stærðir og voru undir E36 M3, sem sagt 225/45 að framan og 245/40 að aftan. Ég keypti Michelin dekk til að hafa þetta almennilegt.
Að aftan rakst þetta aðeins innan í brettin þegar bíllinn fjaðraði. Þetta var auðvelt að laga með slípirokk (passa að ryðverja á eftir). Dekkin fóru mjög vel að aftan og þótt felgurnar væru jafn breiðar að framan og aftan fékk hann á sig look eins og það væri breiðara að aftan.
Bíllinn lét hins vegar alltaf mjög illa í hjólförunum í bænum. Maður þurfti oft að berjast við stýrið og mér var illa við að leyfa öðrum að keyra en sem voru vanir því þetta var ekki auðvelt. Framdekkin slitnuðu mjög mikið á köntunum því maður var alltaf að stýra á móti hjólförunum. Það fór því svo að ég þurfti að kaupa ný framdekk og prófaði 215/45 að framan. Það var allt annað líf. Ég hefði aldrei trúað því að það væri svona mikill munur á milli 225 og 215. Seinni dekkin að framan voru einhver noname dekk þannig að það er ekki allt fengið með Michelin. 215 er heldur mjótt á 8" felgur en þetta var samt allt í lagi og allt annað að keyra bílinn.
Þetta er alla vega mín reynsla af 17" undir E36, vona að þetta gagnist einhverjum

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
