andskoti wrote:
já og meðan ég man þá sagði mér mikil spámaður að það væri erfitt að fá dekk á samskonarfelgur og eru á herra 13 (að ég held) eða það er að segja dekkjastærðin 190/65 hr390 og að það væru soldið höst dekk og vont að keyra á þeim er þettað bara shitload af rugli eða er þettað virkilega satt

Herra þrettán er á venjulegum 14" original e30 álfelgum svo það er nú ekki rétt.
Aftur á móti ert þú að tala um dekk á "millimetra felgur", en það eru felgur sem eru ekki mældar í tommum heldur millimetrum.
Það að þau séu höst og vont að keyra á þeim er varla hægt að alhæfa, þar sem þau hljóta að fást í einhverju úrvali, en það er rétt að það er erfitt að nálgast svona dekk þar sem þetta er ekkert notað í dag.