bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 19:58

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
 Post subject: "Tölva" í 730 e32???
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 13:53 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 25. Mar 2004 00:22
Posts: 58
Location: Reykjavík
Ég var að spá í hvort að þessi svokallaða tölva sem er í e32 gerði eithvað annað en að vera vitlaus klukka :?: :?: :?:
Ef svo er hvað gerir hún ???
og er ekki einhver síða á netinu sem að er með svona upplýsingar um svona hluti.

fáfræðin alveg að drepa mann ](*,)

_________________
BMW 730IA '94, E32, Vaff 8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 16:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
bíddu.. ertu að meina OBC-ið??? það gerir nú töluvert meira en vera klukka!!!

sko..

Þú getur verið að mæla eyðsluna á bílnum og ert með tvo aðskilda eyðslumæla. Ég er með einn sem sýnir meðaltal síðan ég keypti bílinn og hinn sem ég núllstilli oft bara við það að fylla tankinn.

Einn hnappurinn sýnir meðalhraða síðan þú núllstilltir síðast og telst hann þá niður í réttu hlutfalli við tímann sem þú ert t.d. stopp á ljósum. En það getur líka verið gaman að stilla hann áður en þú leggur af stað í langferð.

Þú getur beðið tölvuna að reikna út fyrir þig hvenær þú verður kominn á staðinn sem þú ert að leggja af stað á. Ég er með þetta á þýsku en á honum stendur ANK ef ég man rétt. Þú einfaldlega slærð inn hvað þú átt eftir að keyra langt í km. og tölvan segir þér klukkan hvað þú verður kominn miðað við að ég held meðalhraða bílsins.

Ef þú átt erfitt með að venjast því hversu lítið þú finnur fyrir hraðanum á bílnum getur þú sett "limiter" á. Þú slærð inn hámarkshraðann eða þann hraða sem þú vilt helst ekki fara yfir og þegar þú ert kominn á þann hraða kemur aðvörunartónn í hátölurunum.

Svo er auðvitað mælir sem sýnir hitastigið úti. Í hver sinn sem hitastigið fer niður fyrir 3.0°celsius þá blikkar skjárinn með hitastiginu og það kemur aðvörunartónn í hátölurunum. Það er auðvitað til að aðvara þig vegna hættu á hálkumyndun.

Þú ert að ég held með skjáinn í mælaborðinu líka. Þar getur þú kallað fram allar þessar upplýsingar með því að ýta inn takkanum sem er á endanum á stefnuljósa sveifinni. Þú ýtir bara aftur og aftur til að "shifta" á milli þess hvað þú vilt skoða.

það er nú eitthvað fleira. Þú getur skipt um tungumál og hvort þú notar mílur eða kílómetra, celsius eða fahreinheit og eitthvað svona skemmtilegt.. ég vona að þetta hafi orðið að einhverju gagni..

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 17:15 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Er ekki mismunandi hvernig þessar tölvur eru búnar? Það er t.d. mjög mikill munur á minnstu tölvunni í E36 og þessari stærstu. :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 17:20 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
hlynurst wrote:
Er ekki mismunandi hvernig þessar tölvur eru búnar? Það er t.d. mjög mikill munur á minnstu tölvunni í E36 og þessari stærstu. :?


jú sennilega en hann er með E32 eins og ég..

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 17:20 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Schulii_730i wrote:
hlynurst wrote:
Er ekki mismunandi hvernig þessar tölvur eru búnar? Það er t.d. mjög mikill munur á minnstu tölvunni í E36 og þessari stærstu. :?


jú sennilega en hann er með E32 eins og ég..


Hlynur meinar að það er munur á minnstu tölvunni í E36, og stærstu í E36.

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 17:22 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Rétt Árni. :)

Ég var að reyna að benda á að þetta gæti verið eins og í E32... :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 17:24 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
já ok.. skil!

það er kannski fínt að fá smá þráð um þessar tölvur og kannski einhverjir lumi á sniðugum "feedusum" og svona..

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 18:24 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 25. Mar 2004 00:22
Posts: 58
Location: Reykjavík
Ég held að ég hljóti að vera með einhverja öðruvísi tölvu en þú, nema að þetta sé svona svakalega flókið allavega lýtur mín svona út ( ég hef ekki hugmynd um hvernig ég set inn myndir en þetta er þarna undir tölva í 730 ) http://kasmir.hugi.is/hjb

_________________
BMW 730IA '94, E32, Vaff 8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 18:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Er þetta ekki tölva sem stýrir forhitara?

Það var hægt að fá e32 með analog klukku, lítilli board computer sem sýndi digital tíma og útihita. Svo er það stóra tölvan með allta þetta venjulega eyðslu.....
Það er líka hægt að stjórna forhitara með stóru tölvunni halda inni Zeit minnir mig.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 19:25 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 25. Mar 2004 00:22
Posts: 58
Location: Reykjavík
þannig að tölvan í mínum bíl er þá ekkert nema vitlaus klukka :cry:

_________________
BMW 730IA '94, E32, Vaff 8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 21:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Þetta eru "litla" og "stóra" eins og ég þekki þær:
Image

Þú virðist vera með nýrri útgáfu af litlu. Hérna eru blaðsíðurnar úr Owners Manual'inum á ensku ef þú ert bara með þýskan. Þessar leiðbeiningar eiga við þína tölvu.
http://www.bifreid.de/manual.zip

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Mar 2004 23:55 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 25. Mar 2004 00:22
Posts: 58
Location: Reykjavík
takk takk þetta hjálpaði mér mikið :D

_________________
BMW 730IA '94, E32, Vaff 8


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group